Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.11.2007 | 14:16
Aðalfundur ÍBÚSAMTAKANNA BETRA BREIÐHOLT
23.10.2007 | 18:10
Berjumst saman fyrir bættum stofnbrautum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 17:38
Gatnakerfi í tómu tjóni
Nauðsynlegt er að gangast fyrir því að gerð mislægra við gatnamótin Reykjanesbraut / Bústaðarveg verði boðin út nú þegar. Ástandið á Reykjanesbraut sunnan Bústaðarvegar er t.d. þannig á annatíma á morgnana að ekki er óalgengt að það taki 30 mínútur að aka frá Breiðholti og niður í Kvos og einnig tekur annan eins tíma að aka til baka á kvöldin. Það skal tekið fram að þetta ástand hefur snarversnað síðan í fyrra.
Gerð mislægra gatnamóta á þessum stað kæmi í veg fyrir mörg umferðarslys og yrði mjög þjóðhagslega arðbær framkvæmd. Aukning á aftanákeyrslum hefur verið á þessu svæði sökum þess að umferð hægir á sér um þetta svæði auk þess sem aukinn hægagangur og lausagangur bifreiða á svæðinu er mikill mengunarvaldur. Þessi aukning umferðar kemur samfara breikkun Reykjanesbrautar í suður og þarf því að leysa vandann sem hefur skapast við það.
Hugmyndir um mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar voru kynntar fyrir borgarráði 27.10.2006. Borgarráð féllst ekki á þær útfærslur sem sýndar voru og óskaði eftir útfærslum, um gatnamótin í plani, sem greiða fyrir umferðinni og auka umferðaröryggi.
Kynntar voru tvær meginhugmyndir. Í þeirri fyrri er vinstribeygjurampi af Reykjanesbraut til norðurs og vestur Bústaðaveg lagður í undirgöngum undir Reykjanesbraut, en í þeirri síðari er hann tekinn á brú yfir brautina.
Í greinargerð, sem unnin var af verkfræðistofunni Línuhönnun fyrir Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðina, er gerður samanburður á þessum tveimur hugmyndum hvað varðar umferðartækni, gangandi umferð, biðstöðvar almenningsvagna, umferðaröryggi, umhverfismál og aðgerðir á framkvæmdatíma. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og því háðar mati á umhverfisáhrifum. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar skv. meginhugmyndum í greinargerðinni er um 430- 490 millj. kr. Á vegaáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til þessara framkvæmda á árinu 2008. Nú er tíminn kominn að standa við orðin en ekki sitja heima og lesa.
F.h. stjórnar ÍBB
Helgi Kristófersson
formaður
http://ibb.blog.is
Það er hægt að finna meðfylgjandi myndir á:
http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-512/436_read-4579/
5.9.2007 | 16:42
Breiðholtsdagur
Breiðholtsdagur föstudaginn 7. september
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
3.5.2007 | 20:58
FRÉTTATILKYNNING
GÓÐUR FUNDUR MEÐ FRAMJÓÐENDUM
Íbúasamtökin Betra Breiðholt (ÍBB) héldu almennan íbúafund í Breiðholtsskóla sl. fimmtudag með frambjóðendum til Alþingis. Til umræðu voru málefni Breiðholts og nágrannasvæða með sérstaka áherslu á aukið öryggi í umferðinni, félagsmál, menntamál, öldrunarmál og samgöngumál.
Fram kom að nær 20% íbúa Reykjavíkur eru í Breiðholti. Við getum því haft veruleg áhrif á það hverjir fá umboð til landsstjórnar á næsta kjörtímabili.
Fundarmönnum gafst tækifæri til að leggja spurningar fyrir frambjóðendur sem þeir svöruðu skilmerkilega og af röggsemi.
Fundarmenn vöktu athygli á ýmsum brýnum málum, svo sem nauðsyn þess að stórbæta sérfræðiþjónustu við nemendur grunnskólum hverfisins, sem eru að stórum hluta af erlendu bergi brotnir, að ljúka við lagningu Stekkjarbakka, og að gera göngubrú yfir Breiðholtsbrautina hjá Select-verslun Skeljungs.
Frummælendur voru sammála um að opinbera bæri án tafar leyniskýrsluna um Reykjavíkurflugvöll.
*****
SPILAVÍTISÓVÆRAN
Breiðholtsbúar virðast ekki vera lausir við Gullnámuógnina þótt sigur hafi unnist í því máli í Mjóddinni. Nú hefur frést að þeir spilavítismenn hyggist hreiðra um sig með spilakassa í sjoppu með vínveitingaleyfi í Lóuhólum. Óværan er sem sagt enn á kreiki.
25.4.2007 | 17:21
Íbúafundur
Íbúasamtökin Betra Breiðholt standa fyrir almennum íbúafundi með frambjóðendum flokkanna til Alþings. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Breiðholtsskóla fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00.
Til umræðu verða málefni Breiðholts og nágrannasvæða með áherslu á aukið öryggi í umferðinni, félagsmál, menntamál, öldrunarmál og samgöngumál. Íbúafjöldi Breiðholts er mikill í heildarhlutfalli Reykvíkinga og nota því íbúarnir þjónustu víða og í auknu mæli fer umferð þeirra, sem aka úr bænum og austur fyrir fjall, sem um Breiðholtið.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Setning fundar og fundarstjóri kosinn
2. Hvað er IBB Helgi formaður samtakana
3. Kynning fulltrúa flokka ca. 5. mín. á hvern
a. Fulltrúi Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson
b. Fulltrúi Frjálslynda flokksins Jón Magnússon
c. Fulltrúi Framsóknarflokksins Guðjón Ólafur
d. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Sigurður Kári Kristjánsson
e. Fulltrúi Íslandshreyfingar Ómar Ragnarsson
f. Fulltrúi Vinstri grænna Árni Þór Sigurðsson
4. Fyrirspurnir til fulltrúa flokka og svör þeirra.
5. Lokaorð fulltrúa flokka ca. 2. mín. á hvern í öfugri röð
Áætluð lok fundar eru um kl. 22:15
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Bloggsíða http://ibb.blog.is/
Fyrir hönd Íbúasamtakana Betra Breiðholt
Helgi Kristófersson formaður.
Til umræðu verða málefni Breiðholts og nágrannasvæða með áherslu á aukið öryggi í umferðinni, félagsmál, menntamál, öldrunarmál og samgöngumál. Íbúafjöldi Breiðholts er mikill í heildarhlutfalli Reykvíkinga og nota því íbúarnir þjónustu víða og í auknu mæli fer umferð þeirra, sem aka úr bænum og austur fyrir fjall, sem um Breiðholtið.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Setning fundar og fundarstjóri kosinn
2. Hvað er IBB Helgi formaður samtakana
3. Kynning fulltrúa flokka ca. 5. mín. á hvern
a. Fulltrúi Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson
b. Fulltrúi Frjálslynda flokksins Jón Magnússon
c. Fulltrúi Framsóknarflokksins Guðjón Ólafur
d. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Sigurður Kári Kristjánsson
e. Fulltrúi Íslandshreyfingar Ómar Ragnarsson
f. Fulltrúi Vinstri grænna Árni Þór Sigurðsson
4. Fyrirspurnir til fulltrúa flokka og svör þeirra.
5. Lokaorð fulltrúa flokka ca. 2. mín. á hvern í öfugri röð
Áætluð lok fundar eru um kl. 22:15
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Bloggsíða http://ibb.blog.is/
Fyrir hönd Íbúasamtakana Betra Breiðholt
Helgi Kristófersson formaður.
6.1.2007 | 13:54
Borgarstjóri tilbúinn að borga skaðabætur
Fréttablaðið, 06. jan. 2007 00:45
Borgarstjóri tilbúinn að borga skaðabætur
Árið 2004 lét Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kanna hvort mögulegt væri að banna spilakassa í söluturnum en þeir eru nú um 400 talsins. Alls eru þeir tæplega 1000 á landinu öllu. Borgarstjóri mun eftir helgi fara fram á það við eigendur fyrirtækisins Háspennu að láta af áformum um uppsetningu spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd. Hafni þeir því ætlar borgarstjóri að grípa til aðgerða og er tilbúinn að borga skaðabætur til að ná sínu fram. Hann vill að samfélagið allt skoði hug sinn um hvernig þessum málum verði fyrir komið í framtíðinni.
Inntur eftir því hvort hann ætli að beita sér gegn spilasölum annars staðar í borginni en í Mjódd, til dæmis í öðrum verslunarmiðstöðvum eða þar sem ungmenni koma saman, segir Vilhjálmur að ljóst sé að rekstur spilakassanna sé löglegur og ómögulegt að afturkalla þá starfsemi sem þegar er hafin. Ég sannreyndi að til að banna spilakassa í söluturnum þarf að grafa mjög djúpt lögfræðilega en mun hins vegar fara yfir þessi mál heildstætt með eigendum spilakassanna og reyna að ná sátt um að þeir séu ekki settir upp í fjölskylduvænum fjölskyldukjörnum í algjörri óþökk íbúanna. Þetta er spurning um íbúalýðræði og það á við í Mjóddinni." Vilhjálmur vill sjá spilasali einskorðaða við borgarhluta sem ætlaðir séu fyrir atvinnustarfsemi. Þeim væri líka vel fyrir komið í Örfirisey."
Spilakössum hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur árum. Alls voru spilakassar 492 í nóvember 2004. 266 kassar voru í eigu Íslandsspils en 226 voru starfræktir af Happdrætti Háskóla Íslands. Nú rekur Íslandsspil 580 kassa og HHÍ 350. Borgarstjóri segist vart trúa þessum tölum og að samfélagið í heild verði að skoða hug sinn um hvert það vilji stefna í framtíðinni.
Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri HHÍ, segist hafa sagt Vilhjálmi á fundi þeirra á fimmtudag að hann féllist ekki á rök hans, hvorki hvað varðar aðkomu HHÍ að rekstri spilasalarins né að salurinn hefði neikvæð áhrif á þá sem þangað sækja. Það átti að banna fólki yngra en tvítugu aðgang og þeim sem neytt höfðu víns eða lyfja. Umsjónarmaður er einnig í öllum spilasölum." Hann harmar að hafa ekki getað kynnt starfsemina fyrir borgaryfirvöldum áður en borgarráð ályktaði gegn starfseminni fyrir jól.
Ekki náðist í eigendur Háspennu við vinnslu fréttarinnar.
Borgarstjóri tilbúinn að borga skaðabætur
Árið 2004 lét Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri kanna hvort mögulegt væri að banna spilakassa í söluturnum en þeir eru nú um 400 talsins. Alls eru þeir tæplega 1000 á landinu öllu. Borgarstjóri mun eftir helgi fara fram á það við eigendur fyrirtækisins Háspennu að láta af áformum um uppsetningu spilasalar í verslunarmiðstöðinni í Mjódd. Hafni þeir því ætlar borgarstjóri að grípa til aðgerða og er tilbúinn að borga skaðabætur til að ná sínu fram. Hann vill að samfélagið allt skoði hug sinn um hvernig þessum málum verði fyrir komið í framtíðinni.
Inntur eftir því hvort hann ætli að beita sér gegn spilasölum annars staðar í borginni en í Mjódd, til dæmis í öðrum verslunarmiðstöðvum eða þar sem ungmenni koma saman, segir Vilhjálmur að ljóst sé að rekstur spilakassanna sé löglegur og ómögulegt að afturkalla þá starfsemi sem þegar er hafin. Ég sannreyndi að til að banna spilakassa í söluturnum þarf að grafa mjög djúpt lögfræðilega en mun hins vegar fara yfir þessi mál heildstætt með eigendum spilakassanna og reyna að ná sátt um að þeir séu ekki settir upp í fjölskylduvænum fjölskyldukjörnum í algjörri óþökk íbúanna. Þetta er spurning um íbúalýðræði og það á við í Mjóddinni." Vilhjálmur vill sjá spilasali einskorðaða við borgarhluta sem ætlaðir séu fyrir atvinnustarfsemi. Þeim væri líka vel fyrir komið í Örfirisey."
Spilakössum hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur árum. Alls voru spilakassar 492 í nóvember 2004. 266 kassar voru í eigu Íslandsspils en 226 voru starfræktir af Happdrætti Háskóla Íslands. Nú rekur Íslandsspil 580 kassa og HHÍ 350. Borgarstjóri segist vart trúa þessum tölum og að samfélagið í heild verði að skoða hug sinn um hvert það vilji stefna í framtíðinni.
Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri HHÍ, segist hafa sagt Vilhjálmi á fundi þeirra á fimmtudag að hann féllist ekki á rök hans, hvorki hvað varðar aðkomu HHÍ að rekstri spilasalarins né að salurinn hefði neikvæð áhrif á þá sem þangað sækja. Það átti að banna fólki yngra en tvítugu aðgang og þeim sem neytt höfðu víns eða lyfja. Umsjónarmaður er einnig í öllum spilasölum." Hann harmar að hafa ekki getað kynnt starfsemina fyrir borgaryfirvöldum áður en borgarráð ályktaði gegn starfseminni fyrir jól.
Ekki náðist í eigendur Háspennu við vinnslu fréttarinnar.
11.11.2006 | 11:42
Enga "Gullnámu,, í Breiðholtið
Enga "Gullnámu,, í Breiðholtið!
HÁSKÓLI ÍSLANDS er sú stofnun sem maður lítur upp til og metur mikils. Þar er mikill metnaður í starfi og námi. Það er aðdáunarvert hve margir nemendur hafa skilað sér frá þessari menntastofnun og reynst þjófélaginu góðir og nýtir þegnar. Miklar kröfur eru gerðar til kennaranna og nemendurnir gera jafnframt miklar kröfur til þeirra.
En það eru margar hliðar á Háskóla Íslands og ekki allar jafnjákvæðar. Skólinn hefur tekið upp á því að ýta undir spilafíkn sem verður að teljast mjög neikvætt. Ekki er tekið próf í þessu "fagi" en þessi fíkn reynist þjóðfélaginu dýr. Prófin í skólanum reyna mjög mikið andlega á nemendur. Spilafíknin reynir peningalega og þjóðfélagslega á alla sem að þessu koma, þ.e.a.s. fórnarlömbin sem spila og ættingja þeirra. Aukið aðgengi að spilakössum fjölgar spilafíklum og er þá ekki spurt um eitt eða neitt við inngöngu.
Nú er fyrirhugað að opna nýjan stað þar sem einstaklingar geta fengið útrás fyrir spilafíknina og fleiri geta orðið fórnarlömb hennar. Til stendur að opna Gullnámu í Mjóddinni í Breiðholti við hliðina á stórlega bættri heilsugæslustöð. Tvisvar hefur verið reynt að opna krá við Arnarbakkann í Breiðholti, 1995 og 1999. Í bæði skiptin komu íbúar í veg fyrir þá framkvæmd.
Nú hefur verið ákveðið að opna Gullnámu í Mjóddinni og var þess gætt vandlega að íbúar vissu ekki af þeirri framkvæmd. Leyfin voru veitt með gamalli úreltri reglugerð og núna nýlega barst þetta til eyrna íbúa og stuttu áður fréttu þeir sem stunda rekstur í Mjóddinni af málinu. Að frumkvæði nokkurra rekstraraðila í Mjóddinni var safnað undirskriftum til að mótmæla opnun þessa staðar og aðeins á nokkrum dögum söfnuðust rúmlega 1700 undirskriftir. Ekki var farið með listann um hverfið enda segir þetta allt sem segja þarf. Við íbúar í Breiðholtinu höfum ekki áhuga á að fá slíka ómenningu í hverfið okkar.
Við íbúar í Breiðholti stöndum saman þegar svona kemur upp eins og við gerðum 1995 og 1999. Að Háskóli Íslands ætli að opna slíka staði hér og þar um borgina er óhugnanlegt og búið að kosta þjóðfélagið mikið fé fyrir utan mannslífin sem þessi fíkn hefur tekið og önnur sem hún hefur eyðilagt. Sú þróun er óhugnanleg að fá slíkan stað hingað í Breiðholtið. Þetta er samkvæt gamalli reglugerð þar sem Happdrætti Háskólans hefur leyfi fyrir ca. 700 spilakössum en þarf ekki leyfi fyrir stðsetningu staðarins og getur því skotið sér niður hver sem er.
Er ástandið í okkar litla landi þannig að við getum ekki menntað fólk nema með því að hagnast á ógæfu annarra? Því spyrjum við: Eru ekki til aðrar heilbrigðari leiðir til að styrkja þessa annars góðu stofnun, Háskóla Íslands?
Við lýsum eftir þeim sem eru ábyrgir fyrir þessari leyfisveitingu þar sem við höfum áhuga á að fá að ræða við þá einstaklinga og gera þeim grein fyrir þeirri stóru ábyrgð sem þeir standa frammi fyrir á næstunni. Ábyrgðin er mikil og sennilega óskar enginn sér að taka það á sig að leyfa opnun staðarins. Við viljum að þeir hinir sömu gefi sig fram og tali sínu máli.
Jafnframt er það ósk Íbúasamtakanna Betra Breiðholts að fá rektor Háskóla Íslands til að gefa sér tíma til að taka við mótmælum á opnun þessa staðar og við hlið hans verði sá sem heimilaði opnun staðarins. Þið megið nefna stað og stund. Við viljum gjarnan fá að hitta þessa einstaklinga og fá skýringar á þessu framtaki sem er sorglegt í sögu Reykjavíkur.
Við viljum fá að vita tilgang þess að opna slíkan stað og skýringar á því af hverju við þurfum að vera að standa í því að mótmæla. Hvers vegna er ekki spurt svo ekki þurfi að mótmæla? Hve langt þarf að ganga að eignum fólks og hve margir þurfa að missa eigur sínar og jafnvel meira en aðeins veraldlegar eignir til þess að það skiljist að þetta hentar ekki hvar sem er? Rétt er að vekja athygli á því að sjálfsmorðstíðni spilafíkla er með því hæsta sem þekkist meðal fíknarsjúklinga. Við höfum sannfrétt að á öðrum stöðum, þar sem slík starfsemi er rekin, hefur það valdið ýmsum vandræðum. Það er a.m.k. staðreynd að hingað í Breiðholtið viljum við ekki fá slíkan stað.
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Helgi Kristófersson, formaður.
BAF 07.11.06
HÁSKÓLI ÍSLANDS er sú stofnun sem maður lítur upp til og metur mikils. Þar er mikill metnaður í starfi og námi. Það er aðdáunarvert hve margir nemendur hafa skilað sér frá þessari menntastofnun og reynst þjófélaginu góðir og nýtir þegnar. Miklar kröfur eru gerðar til kennaranna og nemendurnir gera jafnframt miklar kröfur til þeirra.
En það eru margar hliðar á Háskóla Íslands og ekki allar jafnjákvæðar. Skólinn hefur tekið upp á því að ýta undir spilafíkn sem verður að teljast mjög neikvætt. Ekki er tekið próf í þessu "fagi" en þessi fíkn reynist þjóðfélaginu dýr. Prófin í skólanum reyna mjög mikið andlega á nemendur. Spilafíknin reynir peningalega og þjóðfélagslega á alla sem að þessu koma, þ.e.a.s. fórnarlömbin sem spila og ættingja þeirra. Aukið aðgengi að spilakössum fjölgar spilafíklum og er þá ekki spurt um eitt eða neitt við inngöngu.
Nú er fyrirhugað að opna nýjan stað þar sem einstaklingar geta fengið útrás fyrir spilafíknina og fleiri geta orðið fórnarlömb hennar. Til stendur að opna Gullnámu í Mjóddinni í Breiðholti við hliðina á stórlega bættri heilsugæslustöð. Tvisvar hefur verið reynt að opna krá við Arnarbakkann í Breiðholti, 1995 og 1999. Í bæði skiptin komu íbúar í veg fyrir þá framkvæmd.
Nú hefur verið ákveðið að opna Gullnámu í Mjóddinni og var þess gætt vandlega að íbúar vissu ekki af þeirri framkvæmd. Leyfin voru veitt með gamalli úreltri reglugerð og núna nýlega barst þetta til eyrna íbúa og stuttu áður fréttu þeir sem stunda rekstur í Mjóddinni af málinu. Að frumkvæði nokkurra rekstraraðila í Mjóddinni var safnað undirskriftum til að mótmæla opnun þessa staðar og aðeins á nokkrum dögum söfnuðust rúmlega 1700 undirskriftir. Ekki var farið með listann um hverfið enda segir þetta allt sem segja þarf. Við íbúar í Breiðholtinu höfum ekki áhuga á að fá slíka ómenningu í hverfið okkar.
Við íbúar í Breiðholti stöndum saman þegar svona kemur upp eins og við gerðum 1995 og 1999. Að Háskóli Íslands ætli að opna slíka staði hér og þar um borgina er óhugnanlegt og búið að kosta þjóðfélagið mikið fé fyrir utan mannslífin sem þessi fíkn hefur tekið og önnur sem hún hefur eyðilagt. Sú þróun er óhugnanleg að fá slíkan stað hingað í Breiðholtið. Þetta er samkvæt gamalli reglugerð þar sem Happdrætti Háskólans hefur leyfi fyrir ca. 700 spilakössum en þarf ekki leyfi fyrir stðsetningu staðarins og getur því skotið sér niður hver sem er.
Er ástandið í okkar litla landi þannig að við getum ekki menntað fólk nema með því að hagnast á ógæfu annarra? Því spyrjum við: Eru ekki til aðrar heilbrigðari leiðir til að styrkja þessa annars góðu stofnun, Háskóla Íslands?
Við lýsum eftir þeim sem eru ábyrgir fyrir þessari leyfisveitingu þar sem við höfum áhuga á að fá að ræða við þá einstaklinga og gera þeim grein fyrir þeirri stóru ábyrgð sem þeir standa frammi fyrir á næstunni. Ábyrgðin er mikil og sennilega óskar enginn sér að taka það á sig að leyfa opnun staðarins. Við viljum að þeir hinir sömu gefi sig fram og tali sínu máli.
Jafnframt er það ósk Íbúasamtakanna Betra Breiðholts að fá rektor Háskóla Íslands til að gefa sér tíma til að taka við mótmælum á opnun þessa staðar og við hlið hans verði sá sem heimilaði opnun staðarins. Þið megið nefna stað og stund. Við viljum gjarnan fá að hitta þessa einstaklinga og fá skýringar á þessu framtaki sem er sorglegt í sögu Reykjavíkur.
Við viljum fá að vita tilgang þess að opna slíkan stað og skýringar á því af hverju við þurfum að vera að standa í því að mótmæla. Hvers vegna er ekki spurt svo ekki þurfi að mótmæla? Hve langt þarf að ganga að eignum fólks og hve margir þurfa að missa eigur sínar og jafnvel meira en aðeins veraldlegar eignir til þess að það skiljist að þetta hentar ekki hvar sem er? Rétt er að vekja athygli á því að sjálfsmorðstíðni spilafíkla er með því hæsta sem þekkist meðal fíknarsjúklinga. Við höfum sannfrétt að á öðrum stöðum, þar sem slík starfsemi er rekin, hefur það valdið ýmsum vandræðum. Það er a.m.k. staðreynd að hingað í Breiðholtið viljum við ekki fá slíkan stað.
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Helgi Kristófersson, formaður.
BAF 07.11.06
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2006 | 22:51
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Síða þessu er ætluð til skoðanaskipta og miðlunar fyrir alla íbúa Breiðholts og annarra sem hafa áhuga á málefnum Breiðholt og íbúum þess.
Hér munu koma ýmsar upplýsingar um Íbúasamtökin á næstunni. Einnig hvetjum við fólk til að koma með ábendingar er varðar málefni Breiðholts.
Hér munu koma ýmsar upplýsingar um Íbúasamtökin á næstunni. Einnig hvetjum við fólk til að koma með ábendingar er varðar málefni Breiðholts.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
- annakr
- aslaugfridriks
- bjorkv
- brandarar
- bryndisisfold
- bustadahverfi
- dofri
- doggpals
- don
- gurrihar
- hlidar
- ingabesta
- ipanama
- jorunnfrimannsdottir
- kalli
- kolbrunb
- laugardalur
- margretsverris
- morgunbladid
- mussi
- neytendatalsmadur
- nonniblogg
- otti
- reynsla
- sigurdurkari
- soley
- thorbjorghelga
- unnurfridriks
- varmarsamtokin
- vefritid
- arro
- lydveldi
- baldvinj
- haaleitinordur
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- gattin
- lillo
- gretarmar
- hallarut
- hallurmagg
- harhar33
- ingabaldurs
- larahanna
- altice
- paul
- roslin
- salvor
- sigsaem
- stebbifr
- valgeirskagfjord
- thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.