Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Áskorun vegna umferðaröngþveitis við gatnamótin Reykjanesbraut / Bústaðarveg


Nauðsynlegt er að gangast fyrir því að gerð mislægra við gatnamótin Reykjanesbraut / Bústaðarveg verði boðin út nú þegar. Ástandið á Reykjanesbraut sunnan Bústaðarvegar er t.d. þannig á annatíma á morgnana að ekki er óalgengt að það taki 30 mínútur að aka frá Breiðholti og niður í Kvos og einnig tekur annan eins tíma að aka til baka á kvöldin. Það skal tekið fram að þetta ástand hefur snarversnað síðan í fyrra.
Gerð mislægra gatnamóta á þessum stað kæmi í veg fyrir mörg umferðarslys og yrði mjög þjóðhagslega arðbær framkvæmd. Aukning á aftanákeyrslum hefur verið á þessu svæði sökum þess að umferð hægir á sér um þetta svæði auk þess sem aukinn hægagangur og lausagangur bifreiða á svæðinu er mikill mengunarvaldur. Þessi aukning umferðar kemur samfara breikkun Reykjanesbrautar í suður og þarf því að leysa vandann sem hefur skapast við það.
Hugmyndir um mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar voru kynntar fyrir borgarráði 27.10.2006. Borgarráð féllst ekki á þær útfærslur sem sýndar voru og óskaði eftir útfærslum, um gatnamótin í plani, sem greiða fyrir umferðinni og auka umferðaröryggi.
Kynntar voru tvær meginhugmyndir. Í þeirri fyrri er vinstribeygjurampi af Reykjanesbraut til norðurs og vestur Bústaðaveg lagður í undirgöngum undir Reykjanesbraut, en í þeirri síðari er hann tekinn á brú yfir brautina.
Í greinargerð, sem unnin var af verkfræðistofunni Línuhönnun fyrir Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðina, er gerður samanburður á þessum tveimur hugmyndum hvað varðar umferðartækni, gangandi umferð, biðstöðvar almenningsvagna, umferðaröryggi, umhverfismál og aðgerðir á framkvæmdatíma. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og því háðar mati á umhverfisáhrifum. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar skv. meginhugmyndum í greinargerðinni er um 430- 490 millj. kr. Á vegaáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til þessara framkvæmda á árinu 2008. Nú er tíminn kominn að standa við orðin en ekki sitja heima og lesa.
F.h. stjórnar ÍBB

Helgi Kristófersson
formaður
http://ibb.blog.is

Það er hægt að finna meðfylgjandi myndir á:

http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-512/436_read-4579/

 





Breiðholtsdagur

Breiðholtsdagur föstudaginn 7. september
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband