Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Íbúafundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt standa fyrir almennum íbúafundi með frambjóðendum flokkanna til Alþings. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsal Breiðholtsskóla fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00.

Til umræðu verða málefni Breiðholts og nágrannasvæða með áherslu á aukið öryggi í umferðinni, félagsmál, menntamál, öldrunarmál og samgöngumál. Íbúafjöldi Breiðholts er mikill í heildarhlutfalli Reykvíkinga og nota því íbúarnir þjónustu víða og í auknu mæli fer umferð þeirra, sem aka úr bænum og austur fyrir fjall, sem um Breiðholtið.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Setning fundar og fundarstjóri kosinn
2. Hvað er IBB – Helgi formaður samtakana
3. Kynning fulltrúa flokka ca. 5. mín. á hvern
a. Fulltrúi Samfylkingar – Ágúst Ólafur Ágústsson
b. Fulltrúi Frjálslynda flokksins – Jón Magnússon
c. Fulltrúi Framsóknarflokksins – Guðjón Ólafur
d. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins – Sigurður Kári Kristjánsson
e. Fulltrúi Íslandshreyfingar – Ómar Ragnarsson
f. Fulltrúi Vinstri grænna – Árni Þór Sigurðsson
4. Fyrirspurnir til fulltrúa flokka og svör þeirra.
5. Lokaorð fulltrúa flokka ca. 2. mín. á hvern – í öfugri röð

Áætluð lok fundar eru um kl. 22:15

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Bloggsíða http://ibb.blog.is/
Fyrir hönd Íbúasamtakana Betra Breiðholt
Helgi Kristófersson formaður.




Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband