Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Breiðholtsdagurinn 2008

Undirbúningur Breiðholtsdagsins 2008 er hafinn og hefur undirbúningsnefndin hist einu sinni. Hugmyndir að dagskrá eru margbreytilegar enda mannlíf í Breiðholti margbrotið.
Hátíðarvikan hefst 15. september og lýkur með hátíðardagskrá um allt hverfið þann 20. september.
Framvinda undirbúningsins verður til umfjöllunar á síðunni eftir því sem nær dregur.

Ljósmyndasamkeppni í Breiðholti

Nú er tækifærið. Allir þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun gefst nú tækifæri til að taka þátt í ljósmyndasamkeppni meðal íbúa í Breiðholti. Ljósmyndasamkeppnin fer fram 15. júlí til 15. ágúst. Myndefnið er mannlíf og umhverfi í Breiðholti.

Hver þátttakandi má senda inn þrjár myndir á stafrænu formi eða á pappír. Heiti myndar ásamt nafni og símanúmeri ljósmyndarans fylgi með. Frestur til að skila inn myndum er til 15. ágúst 2006.

Frábærir vinningar fyrir 5 bestu myndirnar.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12,
betrabreidholt@reykjavik.is

Breiðholtið komið í sumarbúning

Margir settu á sig hanska um helgina og hreinsuðu beð og gróðursettu blóm. Því miður lék veðrið ekki beint við athafnarfólkið sem lét þó bleytuna ekkert á sig fá.  Það voru ekki bara íbúarnir sem tóku þátt heldur einnig skólarnir, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir.
Samhentir hverfisbúar geta áorkað miklu.

Ný slökkvistöð í Breiðholti

Íbúafundur verður haldinn í Breiðholtsskóla í kvöld mánudag 26. maí kl. 20.00.
Fundrefnið er ný slökkvistöð við Stekkjarbakka. Fulltrúar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar sjá um kynninguna og svara fyrirspurnum.

Breiðhyltingar eru hvattir til að mæta. 


Nú er að fjölmenna

Á laugardaginn 12. apríl kl. 14-16 verður samráðsfundur íbúa í Breiðholti og borgarstjóra haldinn í Seljaskóla.

Tugir ábendinga um hvað betur má fara í Breiðholti hafa borist inn á ábendingavefinn 1, 2 og Reykjavík sem við köllum að sjálfsögðu í Breiðholti einfaldlega 1, 2 og Breiðholt.

Nú er lag að tjá sig um með hvaða hætti hægt er að stuðla að uppbyggingu og fegrun í hverfum Breiðholts og hvað af þeim ábendingum sem hafa borist séu mest knýjandi.
Nánari skoðun ábendinga og umræður verða í hópum.
Á fundinum verða einnig skemmtiatriði sem börn í Breiðholti flytja.


ÍBB  vill hvetja Breiðhyltinga til að fjölmenna á fundinn.


Íþróttaaðstaða í Suður-Mjódd

Tillaga frá Íþrótta- og tómstundaráði hefur borist borgarráði um að gengið verði til samninga við ÍR um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á svæði ÍR. Mikill skortur hefur verið á aðstöðu félagsins sem hefur þurft að dreifa íþróttagreinunum víða um hverfin. Sem dæmi hefur handboltinn verið í Austurbergi, karfan í Seljaskóla og frjálsar niðri í Laugardal.

Nú glittir í að bætt verði úr þessu og er vonast til að framkvæmdir geti hafist á þessu ári segir í frétt frá Íþrótta- og tómstundaráði.


Góðar fréttir berast úr borgarráði

Íbúar Seljahverfis hafa náð eyrum borgarráðs því nú hefur verið ákveðið að festa kaup á eigninni Kleifarsel 18 í Seljahverfi. Hér er um að ræða verslunar- og íbúðarhúsnæði sem til stendur að breyta í frístundarheimili ÍTR og nota fyrir starfsemi heildagsskóla fyrir fötluð börn.

Áður höfðu íbúar Seljahverfis mótmælt fyrri áformum borgarinnar um að breyta húsinu alfarið í íbúðarhúsnæði og byggja við það. Vildu þeir frekar að húsið yrði nýtt íbúum hverfisins í hag.
Mótmælin hafa sem sagt skilað sér og því ber að fagna.


Æ fleiri ábendingar bætast við á ábendingarvef Reykjavíkurborgar

Ef litið er inn á ábendingarvef Reykjavíkurborgar 1, 2 og Reykjavík og Breiðholtið skoðað má sjá að fjölgað hefur ábendingum og er fjölbreytnin mikil.

Þessi ábending hér hefur t.d. vakið nokkra athygli:

Við Seljabrautina er mjög algeng að bílum sé lagt á gangstéttinni sunnan megin götunnar og valdi þar með gangandi vegfarendum hættu og óþægindum. Snjómoksturstæki geta heldur ekki rutt gangstéttina fyrir bílunum sem er lagt þar. Þetta er hægt að leysa með því að búa til fleiri bílastæði norðan megin Seljabrautarinnar nú eða taka hluta af grasbalanum sem er sunnan Seljabrautarinnar og vestan við Engjaselið. Þarna er nóg af grasbala sem hægt er að breyta í bílastæði. Þessir grasbalar eru núna ekkert annað en drullusvað eftir bílana sem hefur verið lagt þar.

(Sjá meira á vefnum 1,2 og Reykjavík. Linkínn má finna hér til hægri).


Ábendingar um hvað betur má fara í Breiðholtinu

Þessi ábending hefur fengið hvað flestu viðbrögin á ábendingarvefnum 1, 2 og Reykjavík þegar Breiðholtsábendingarnar eru skoðaðar.

Vantar tilfinnanlega íþróttahús á ÍR svæðið. Foreldrar þurfa að keyra börnin sín út um allt hverfi til að stunda íþróttir og einnig þarf að keyra niður í Laugadal. Einnig þarf að huga betur að opnum svæðum, hreinsa og hirða leiktæki, gera hverfið snyrtilegra.

Sjá nánar á vefnum 1, 2 og Reykjavík.

http://12og.reykjavik.is/Frontpage.aspx 

 

 


Alþjóðahúsið í Efra-Breiðholti

Þá er það staðfest. Útibú frá Alþjóðahúsinu mun verða staðsett í Efra-Breiðholti.
Alþjóðahúsið gerði nýjan samning við Reykjavíkurborg föstudaginn 14. mars.
Samningurinn kveður á um starfsemi í Efra-Breiðholti og gildir til eins árs.

Reykjavíkurborg mun leggja 30 milljónir til starfseminnar sem er 10 milljónum krónum meira en á síðasta ári.  Ein veigamesta nýjungin sem felst í þessum samning er umsjón Alþjóðahúss með menningar- og frístundarstarfsemi erlendra íbúa í Efra-Breiðholti. Þar verður lögð sérstök áhersla á starfsemi fyrir börn og fjölskyldur þeirra og náið samráð verður haft við íbúa í Efra-Breiðholti um mótun starfseminnar. 
Meira um þetta á vef Alþjóðahúss.
www.alhus.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband