Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Betra Breiðholt og hverfisráð álykta í kjölfar fundar með yfirmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Ályktun Íbúasamtakanna Betra Breiðholt og hverfisráðs Breiðholts samþykkt á sameiginlegum fundi 17.2.2009.

Íbúasamtökin  Betra Breiðholt og hverfisráð Breiðholts lýsa ánægju sinni með góðan fund sem haldinn var í Þjónustumiðstöð Breiðholts með yfirmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 17. febrúar sl. Á fundinn mættu þeir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Fundurinn var upplýsingarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi og staðsetningu lögreglustöðva.

Til stendur að sú lögreglustöð sem sinna mun Breiðholtinu verði sú sem staðsett er á Dalvegi en 1-2 lögreglumenn munu hafa aðsetur í Þjónustumiðstöð Breiðholts þar sem þeir munu vinna í nánu samstarfi við starfsmenn hennar og skólanna. Fram kom hjá lögreglustjóra að þessar breytingar munu verða af hinum góða fyrir íbúana, fleiri lögreglumenn munu verða á Dalvegi og þar með vera sýnilegri út í hverfinu.

Íbúsamtökin og hverfisráð vill hvetja yfirstjórn lögreglunnar til að boða Breiðhyltinga svo fljótt sem auðið er til fundar og fara gaumgæfilega yfir þessar hugmyndir enda hafa íbúar haft af þessu áhyggjur. Fram kom hjá lögreglu að meginmarkmið breytingana eru að efla forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og efla löggæslu í Breiðholti. Þessum yfirlýsingum ber að sjálfsögðu að fagna þar sem ríkt hafa náin tengsl milli íbúa og lögreglu fram til þessa.

Íbúasamtökin Betra Breiðholt og hverfisráð óska eftir að haft verði samráði við Íbúasamtökin og hverfisráð um kynningu á frekari útfærslu og fyrirhugaða starfsemi lögreglunnar í Þjónustumiðstöðinni og í hverfinu. Í framhaldi af íbúafundi munu Íbúasamtökin og hverfisráð taka endanlega afstöðu til hugmynda lögregluyfirvalda.

 


Heimsdagur barna á Vetrarhátíð

Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi,

laugardaginn 14. febrúar kl. 13.00-17.00

Heimsdagur barna
á Vetrarhátíð


Verið velkomin á Heimsdag barna!

Listsmiðjur tengdar litríkri menningu ýmissa þjóða standa frá 13.00-16.00.
Í lokin frá kl. 16.00-17.00 verður boðið upp á skemmtidagskrá
og fjörugt salsaball í A-sal á efri hæð Gerðubergs.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar !

Café Haiti er með útibú í Miðbergi og býður upp á ilmandi kaffi og góðgæti!

Nánari dagskrá er að finna á www.gerduberg.is

Dagskrá í sal kl. 16.00-17.00:
• Félagar úr hópnum Ice on fire sýna Hip hop dans
• Jón Víðis, töframaður, sýnir töfrabrögð með sápukúlum
• Börn úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist troða upp
• Edna Mastache slær upp salsaballi fyrir alla fjölskylduna
Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700

L I S T S M I Ð J U R :
Myndlist og manneskjur
- eru allir öðruvísi? Flökkusýning

Listasafns Reykjavíkur
Opin listsmiðja í samstarfi við
Listasafn Reykjavíkur þar sem krökkum
er boðið að búa til sjálfsmynd
úr orðum og öðrum efnivið.
Sviðsbardagalist
til sjálfsstyrkingar – smiðja
Sviðsbardagi í bland við leiklist
Maracas hristusmiðja

Komið og búið til ykkar eigin maracas
hristur eins og notaðar eru í
suður-amerískri tónlist.

Lífræn kviksjá
Upplifðu ævintýraheim ljóss og skugga.
Risastór kviksjá gerir manneskjuna að
lítilli ögn og ný form myndast þegar
stigið er inn í kviksjána.

Origami föndursmiðja
Lærðu að búa til listaverk úr
pappír eftir reglum japönsku pappírslistarinnar
Origami.

Brúðuleikhússmiðja og sýning
Boðið verður upp á brúðuleikhússýninguna
Mjallhvíti kl 13:30 á bókasafninu.

Eftir sýninguna geta áhorfendur
búið til sínar eigin leikbrúður.

Sjóræningjasmiðja
Komið og búið til sjóræningjasverð,
lepp fyrir augað og perlufesti
og kíkið á sjóræningjabíó!

Hiphop og break danssmiðja
Þessi vinsæli götudans þróaðist á
götum New York á 8. og 9. áratugnum.

Lærðu nokkur vel valin spor við
taktfasta hiphop tónlistina.

Sápukúlusmiðja
Æfið ykkur í að blása sápukúlur
af öllum stærðum og gerðum
úr ótrúlegustu tækjum!

Krökkum verður boðið upp á skrautlega andlitsmálningu

Breiðholtið gjarnan nefnt í neikvæðu samhengi

Fréttin um konuna sem fannst látin í dúfnakofa í Kapelluhrauni hefur vakið athygli ekki einungis fyrir það hversu sorglegur atburður þetta er heldur einnig að sérstaklega var tekið fram í fréttum um málið að hinn grunaði, sambýlismaður konunar og konan hafi átt heima í Breiðholti.

Íbúum í Breiðholti finnst nóg um með hvaða hætti fjölmiðlar nefna Breiðholtshverfið þegar verið er að flytja fréttir um ofbeldis- eða annan glæpsamlegan verknað.

Því hefur verið haldið fram að sumir fréttamenn hafi  tilhneigingu til að nefna Breiðholtið í neikvæðu samhengi. En þegar glæpsamlegt athæfi á sér stað í öðrum hverfum sé oftar látið hjá líða að tilgreina þau hverfi í fréttum um athæfið. 

Það er mat stjórnar Íbúasamtakanna að ekki hafi verið nauðsynlegt að upplýsa um búsetu fólksins sérstaklega þegar fluttar voru fréttir um þennan ákveðna atburð.

Íbúar í Breiðholti eru langþreyttir á neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um Breiðholti. Slíkur fréttaflutningur skaðar ímynd hverfisins og gefur almenningi þar með bæði ranga og ósanngjarna sýn á hverfið og íbúa þess.

 Hlúa þarf að ímynd Breiðholtsins

Hörð mótmæli gegn því að leggja niður lögreglustöðina í Breiðholti

Á stjórnarfundi Íbúasamtaka Betra Breiðholt þann 3. febrúar var gerð ályktun vegna þeirrar hugmyndar sem borið hefur á góma og m.a. heyrst í fréttum að leggja ætti niður lögreglustöðina í Breiðholti. Ályktunin hljóðar eftirfarandi:

Íbúasamtökin Betra Breiðholt eru uggandi yfir þeim fréttum að leggja eigi niður lögreglustöðina í Breiðholti.  Valda þessi tíðindi íbúum hverfisins miklum áhyggjum. Mikilvægi þess að hafa stöðina í Breiðholtinu hefur margsannað sig og er með þessu verið að brjóta niður það góða samstarf sem hefur myndast milli lögreglu, skóla, leikskóla og íbúa.

Vegna þess hversu Breiðholtið er stórt, fjölmennt og dreift hverfi er brýnt að aðsetur lögreglu sé í kjarna þess.

Íbúar harma jafnframt að ekki sé haft samráð við íbúa í svo stórum málum eins og niðurlagning lögreglustöðvar er og álíta slík vinnubrögð forkastanleg.

Íbúasamtökin mótmæla því eindregið að lögreglustöðin í Breiðholti verði lögð niður.

Á fundinum var jafnframt tekin sú ákvörðun að varaformaður Íbúasamtakanna setti sig í samband við lögreglustjórann í Reykjavík og falaðist hjá honum eftir frekari upplýsingum um málið. 

 


Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband