Leita í fréttum mbl.is

Hörð mótmæli gegn því að leggja niður lögreglustöðina í Breiðholti

Á stjórnarfundi Íbúasamtaka Betra Breiðholt þann 3. febrúar var gerð ályktun vegna þeirrar hugmyndar sem borið hefur á góma og m.a. heyrst í fréttum að leggja ætti niður lögreglustöðina í Breiðholti. Ályktunin hljóðar eftirfarandi:

Íbúasamtökin Betra Breiðholt eru uggandi yfir þeim fréttum að leggja eigi niður lögreglustöðina í Breiðholti.  Valda þessi tíðindi íbúum hverfisins miklum áhyggjum. Mikilvægi þess að hafa stöðina í Breiðholtinu hefur margsannað sig og er með þessu verið að brjóta niður það góða samstarf sem hefur myndast milli lögreglu, skóla, leikskóla og íbúa.

Vegna þess hversu Breiðholtið er stórt, fjölmennt og dreift hverfi er brýnt að aðsetur lögreglu sé í kjarna þess.

Íbúar harma jafnframt að ekki sé haft samráð við íbúa í svo stórum málum eins og niðurlagning lögreglustöðvar er og álíta slík vinnubrögð forkastanleg.

Íbúasamtökin mótmæla því eindregið að lögreglustöðin í Breiðholti verði lögð niður.

Á fundinum var jafnframt tekin sú ákvörðun að varaformaður Íbúasamtakanna setti sig í samband við lögreglustjórann í Reykjavík og falaðist hjá honum eftir frekari upplýsingum um málið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband