Leita í fréttum mbl.is

Breiðholtið gjarnan nefnt í neikvæðu samhengi

Fréttin um konuna sem fannst látin í dúfnakofa í Kapelluhrauni hefur vakið athygli ekki einungis fyrir það hversu sorglegur atburður þetta er heldur einnig að sérstaklega var tekið fram í fréttum um málið að hinn grunaði, sambýlismaður konunar og konan hafi átt heima í Breiðholti.

Íbúum í Breiðholti finnst nóg um með hvaða hætti fjölmiðlar nefna Breiðholtshverfið þegar verið er að flytja fréttir um ofbeldis- eða annan glæpsamlegan verknað.

Því hefur verið haldið fram að sumir fréttamenn hafi  tilhneigingu til að nefna Breiðholtið í neikvæðu samhengi. En þegar glæpsamlegt athæfi á sér stað í öðrum hverfum sé oftar látið hjá líða að tilgreina þau hverfi í fréttum um athæfið. 

Það er mat stjórnar Íbúasamtakanna að ekki hafi verið nauðsynlegt að upplýsa um búsetu fólksins sérstaklega þegar fluttar voru fréttir um þennan ákveðna atburð.

Íbúar í Breiðholti eru langþreyttir á neikvæðri umfjöllun fjölmiðla um Breiðholti. Slíkur fréttaflutningur skaðar ímynd hverfisins og gefur almenningi þar með bæði ranga og ósanngjarna sýn á hverfið og íbúa þess.

 Hlúa þarf að ímynd Breiðholtsins

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek heilshugar undir með ykkur í þessu máli. Í gegnum tíðina hefur það oft komið fram í fréttum og þá helst af neikvæðum atburðum að viðkomandi sé úr þessu tiltekna hverfi. Grafarvogur, Árbærinn Hlíðarnar svo dæmi sé tekið, eru greinilega ekki talin eins líkleg hvarfi til að hýsa "afbrotamenn"

Þessu veður að breyta og mér finnst gott að þið vekið athygli á málinu.

Húnvetningar voru frægir fyrir brugg og sauðaþjófnað hér áður, en þeir hafa sem betur fer nóg að borða og drekka í dag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband