Leita í fréttum mbl.is

Betra Breiðholt og hverfisráð álykta í kjölfar fundar með yfirmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Ályktun Íbúasamtakanna Betra Breiðholt og hverfisráðs Breiðholts samþykkt á sameiginlegum fundi 17.2.2009.

Íbúasamtökin  Betra Breiðholt og hverfisráð Breiðholts lýsa ánægju sinni með góðan fund sem haldinn var í Þjónustumiðstöð Breiðholts með yfirmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 17. febrúar sl. Á fundinn mættu þeir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Fundurinn var upplýsingarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulagi og staðsetningu lögreglustöðva.

Til stendur að sú lögreglustöð sem sinna mun Breiðholtinu verði sú sem staðsett er á Dalvegi en 1-2 lögreglumenn munu hafa aðsetur í Þjónustumiðstöð Breiðholts þar sem þeir munu vinna í nánu samstarfi við starfsmenn hennar og skólanna. Fram kom hjá lögreglustjóra að þessar breytingar munu verða af hinum góða fyrir íbúana, fleiri lögreglumenn munu verða á Dalvegi og þar með vera sýnilegri út í hverfinu.

Íbúsamtökin og hverfisráð vill hvetja yfirstjórn lögreglunnar til að boða Breiðhyltinga svo fljótt sem auðið er til fundar og fara gaumgæfilega yfir þessar hugmyndir enda hafa íbúar haft af þessu áhyggjur. Fram kom hjá lögreglu að meginmarkmið breytingana eru að efla forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og efla löggæslu í Breiðholti. Þessum yfirlýsingum ber að sjálfsögðu að fagna þar sem ríkt hafa náin tengsl milli íbúa og lögreglu fram til þessa.

Íbúasamtökin Betra Breiðholt og hverfisráð óska eftir að haft verði samráði við Íbúasamtökin og hverfisráð um kynningu á frekari útfærslu og fyrirhugaða starfsemi lögreglunnar í Þjónustumiðstöðinni og í hverfinu. Í framhaldi af íbúafundi munu Íbúasamtökin og hverfisráð taka endanlega afstöðu til hugmynda lögregluyfirvalda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta finnst mer ekki ásættanlegt alls ekki,við eru þarna orðnir 2 flokks og ekkert betra til að segja Það en þessi ákvörðun/Halli gamli/P/S er ekki hægt að kala saman íbúafund um þetta/sami

Haraldur Haraldsson, 20.2.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband