Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Góðar fréttir berast úr borgarráði

Íbúar Seljahverfis hafa náð eyrum borgarráðs því nú hefur verið ákveðið að festa kaup á eigninni Kleifarsel 18 í Seljahverfi. Hér er um að ræða verslunar- og íbúðarhúsnæði sem til stendur að breyta í frístundarheimili ÍTR og nota fyrir starfsemi heildagsskóla fyrir fötluð börn.

Áður höfðu íbúar Seljahverfis mótmælt fyrri áformum borgarinnar um að breyta húsinu alfarið í íbúðarhúsnæði og byggja við það. Vildu þeir frekar að húsið yrði nýtt íbúum hverfisins í hag.
Mótmælin hafa sem sagt skilað sér og því ber að fagna.


Æ fleiri ábendingar bætast við á ábendingarvef Reykjavíkurborgar

Ef litið er inn á ábendingarvef Reykjavíkurborgar 1, 2 og Reykjavík og Breiðholtið skoðað má sjá að fjölgað hefur ábendingum og er fjölbreytnin mikil.

Þessi ábending hér hefur t.d. vakið nokkra athygli:

Við Seljabrautina er mjög algeng að bílum sé lagt á gangstéttinni sunnan megin götunnar og valdi þar með gangandi vegfarendum hættu og óþægindum. Snjómoksturstæki geta heldur ekki rutt gangstéttina fyrir bílunum sem er lagt þar. Þetta er hægt að leysa með því að búa til fleiri bílastæði norðan megin Seljabrautarinnar nú eða taka hluta af grasbalanum sem er sunnan Seljabrautarinnar og vestan við Engjaselið. Þarna er nóg af grasbala sem hægt er að breyta í bílastæði. Þessir grasbalar eru núna ekkert annað en drullusvað eftir bílana sem hefur verið lagt þar.

(Sjá meira á vefnum 1,2 og Reykjavík. Linkínn má finna hér til hægri).


Ábendingar um hvað betur má fara í Breiðholtinu

Þessi ábending hefur fengið hvað flestu viðbrögin á ábendingarvefnum 1, 2 og Reykjavík þegar Breiðholtsábendingarnar eru skoðaðar.

Vantar tilfinnanlega íþróttahús á ÍR svæðið. Foreldrar þurfa að keyra börnin sín út um allt hverfi til að stunda íþróttir og einnig þarf að keyra niður í Laugadal. Einnig þarf að huga betur að opnum svæðum, hreinsa og hirða leiktæki, gera hverfið snyrtilegra.

Sjá nánar á vefnum 1, 2 og Reykjavík.

http://12og.reykjavik.is/Frontpage.aspx 

 

 


Alþjóðahúsið í Efra-Breiðholti

Þá er það staðfest. Útibú frá Alþjóðahúsinu mun verða staðsett í Efra-Breiðholti.
Alþjóðahúsið gerði nýjan samning við Reykjavíkurborg föstudaginn 14. mars.
Samningurinn kveður á um starfsemi í Efra-Breiðholti og gildir til eins árs.

Reykjavíkurborg mun leggja 30 milljónir til starfseminnar sem er 10 milljónum krónum meira en á síðasta ári.  Ein veigamesta nýjungin sem felst í þessum samning er umsjón Alþjóðahúss með menningar- og frístundarstarfsemi erlendra íbúa í Efra-Breiðholti. Þar verður lögð sérstök áhersla á starfsemi fyrir börn og fjölskyldur þeirra og náið samráð verður haft við íbúa í Efra-Breiðholti um mótun starfseminnar. 
Meira um þetta á vef Alþjóðahúss.
www.alhus.is


1, 2 og Breiðholt

1, 2 og Reykjavík eða 1, 2 og Breiðholt eins og við íbúar í Breiðholti viljum segja  (http://12og.reykjavik.is/Frontpage.aspx) er nýr vefur á vegum Reykjavíkurborgar sem gefur íbúum Reykjavíkur færi á að koma með ábendingar um eitt og annað sem betur mætti fara í hverfum borgarinnar.  Vefurinn er eins konar gagnabanki ábendinga er varða hverfi Reykjavíkurborgar.

Kynning á vefnum fór fram á fundi í Þjónustumiðstöðvar Breiðholts í Mjódd í dag 13. mars kl. 3.  Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvarinnar kynnti vefinn og sýndi gestum fundarins hvernig hann væri notaður.

Verkefni 1, 2 og Reykjavík er hugsað þannig að allir þeir sem hafa áhuga á að bæta hverfið sitt eru hvattir til að láta til sín taka með því að fara inn á ábendingarvefinn og skrá ábendingu eða taka afstöðu til ábendinga sem þegar hafa verið skráðar. 

Margir Breiðhyltingar eru þeirrar skoðunar að eitt og annað, smátt sem stórt hafi orðið út undan í viðhaldi í gegnum árin.  Á fundinum kom t.d. fram hinn mikli bílastæðavandi í Mjóddinni sem hefur áhrif á að minni eftirspurn er eftir verslunarhúsnæði í verslunarmiðstöðinni.
Rætt var um slæmt ástand í kringum ÍR svæðið en þar skortir t.d.  lýsingu á vetrum. Göngustígar í neðra Breiðholti eru úr sér gengnir og sama má segja um suma göngustíga í efra Breiðholti. Tekið var dæmi um veggjakort sem víða má sjá svo ekki sé minnst á skólalóð Seljaskóla en hún er engan veginn boðleg börnum né örugg þar sem akstur er mögulegur á lóðinni og í kringum skólann. 

Svona mætti lengi telja. Íbúasamtökin Betra Breiðholt hvetur íbúa Breiðholts að fara inn á ábendingavefinn, velja Breiðholt og koma með ábendingar sem brenna á. Hér er um að ræða gott tækifæri sem enginn ábyrgur íbúi þarf að láta fram hjá sér fara. 

Borgarstjórn hefur sagt að allar ábendingar verði skoðaðar, flokkaðar og þeim svarað innan ákveðins tíma. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að tölvu er hægt að senda inn efni/ábendingar beint á Stýrihóp 1, 2 og Breiðholt, Álfabakka 12, 109 Reykjavík.  Einnig er hægt að hringja í Þjónustumiðstöðina og biðja starfsmenn hennar að koma ábendingum áleiðis. Afar mikilvægt er að allir geti nýtt þetta tækifæri til að láta rödd sína heyrast.

Þann 12. apríl næstkomandi gefst íbúum kostur á að skoða innsendar hugmyndir/ábendingar, taka þátt í umræðum um þær og forgangsröðun.  Borgarstjóri mun ávarpa fundinn.


Útibú Alþjóðahússins í Breiðholti?

Hugsast getur að í deiglunni sé að gera þjónustusamning milli Reykjavíkurborgar og Alþjóðahúss þar sem kveður á um að stofnað verði útibú Alþjóðahússins í Fellahverfi í Breiðholtinu,
(sjá frétt í Mbl. frá 29. mars).

Hugmyndin er, ef að verður, að ráða einn starfsmann í starf verkefnisstjóra sem hafi aðstöðu í nokkurs konar félagsmiðstöð sem verður opin á virkum dögum frá 17-21. Þar yrði t.d. hægt að halda námskeið, vera með klúbbastarf svo fátt eitt sé nefnt. 

Meðal verkefnis verkefnastjórans yrði að efla grasrótarstarfið í hverfinu og virkja fólk af erlendum uppruna til að taka meiri þátt í samfélaginu. Að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdarstjóra Alþjóðahúss er hugmyndin að vinna í nánu samstarfi við íþróttafélögin í hverfinu, skóla og leikskóla.

Það er staðreynd að í Efra-Breiðholti er hátt hlutfall erlendra borgara. Með þessu verkefni fer starfsemi Alþjóðahússins inn í hverfið á forsendum hverfisins.


Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband