Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Slökkvistöð fyrir miðjum Elliðaárdal?

Slökkvistöð fyrir miðjum Elliðaárdal?

slokkvistodrist_a.jpg

 

Um þessar mundir er verið að berjast fyrir því að Elliðaárdalurinn í Reykjavík verði verndaður sem útivistarsvæði og fyrirhugaðri byggingu 15m háar slökkvistöðvar verði fundin hentugri lóð annarsstaðar.

Það er mikilvægt að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fái hentuga lóð sem tryggir öryggi allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nálægð við stofnbrautir skiptir hér miklu og við hvetjum yfirvöld til að leggja sig fram við að finna slökkviliðinu hentuga og örugga lóð annarsstaðar en yfir miðjum Elliðaárdal.
 

Elliðaárdalurinn er geysilega fagurt útivistarsvæði með fjölsóttum hjóla- og  göngustígum auk reiðvega. Eftir dalnum rennur laxveiðiá, nokkuð sem er einstakt í höfuðborg. Hér getum við auðveldlega komist í nálægð við hraun, skóglendi og fossa inní miðri borg. Elliðaárdalurinn er einstakur og við megum ekki sofa á verðinum. Hafa ber í huga að þetta snertir bæði okkur og komandi kynslóðir.
slokkvistodrist_b.jpg

Allir geta mótmælt þessari staðsetningu slökkvistöðvarbyggingarinnar með því að senda tölvupóst á skipulag@rvk.is, þar þarf að koma fram að viðkomandi mótmæli breytingum á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka, sem gerir ráð fyrir byggingu slökkvistöðvar á Stekkjarbakkanum.  Einnig að viðkomandi telji að ekki eigi að byggja í og við Elliðaárdalinn sem er eitt helsta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þar af leiðandi vilji viðkomandi hvetja til þess að þessar breytingar á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka verði felldar og slökkvistöðinni fundinn annar staður og stuðla beri að því að efla heildarskipulag Elliðaárdalsins sem útivistarsvæðis.  Nafn, kennitala og heimilisfang þess sem sendir tölvupóstinn þarf að koma fram. Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31.október n.k. Þeir sem ekki senda inn athugasemd teljast samþykkja tillöguna.

Forsprakki hópsins "Verndum Elliðaárdal" er Bergljót Rist og hefur hún m.a verið í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og á RÚV. Hér fyrir neðan má finna tengla á þessi viðtöl ef fólk vill setja sig enn betur inní málið.

Frétt frá Stöð2

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=8fabbd63-6345-416a-b1e4-d06a3c2b6587&mediaClipID=5aec7586-5d75-4439-99ee-e0fe0b79a39d

Viðtal við Bergljótu Rist á RÚV

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4440974/6

Þess má einnig geta að á http://www.facebook.com/ er hópur sem kallast "Verndum Elliðaárdalinn" og eru stuðningsmenn málefnisins hvattir til að koma í hann.

 


Umfjöllun um ÍBB í Breiðholtblaðinu sem borið var í hús í dag

Breiðholtsblaðið kom út í dag og var borið út í öll hús í Breiðholti.

Íbúasamtökin Betra Breiðholt fá góða úttekt í blaðinu undir fyrirsögninni
Skiptir máli að fá sem flesta með.

Í greininni eru reifuð helstu mál ÍBB svo sem útivistarsvæði og umferðarmál, bílatæðaskortur, baráttan fyrir gatnamótum Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar og hversu mikilvægt það er að fá sem flesta Breiðhyltinga til að taka þátt í vinnu með samtökunum svo þoka megi málum hverfisins sem best áfram.
Nú fer að líða að aðalfundi og þá væri gaman að sjá íbúa Breiðholts fjölmenna.

Í Breiðholtsblaðinu eru einnig gerð gríðargóð skil á Breiðholtshátíðinni sem er nýafstaðin. Skemmtilegar myndir eru af gestum hátíðarinnar, forsetahjónunum og starfsfólki Árskóga sem dæmi en þar var Breiðholtshátíðin sett.

Vissir þú, kæri Breiðhyltingur, þetta?

-Elsta byggð í borgarsamfélaginu Breiðholti er farin að nálgast fertugt.

-Breiðholtshverfið er fjölmennasta hverfi borgarinnar með rúmlega tuttugu

þúsund íbúa.

Áríðandi tilkynning:

Aðalfundur Íbúasamtakana Betra Breiðholt verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 22 nóvember 2007.  Íbúar eru hvattir til að fjölmenna.
Fundurinn verður auglýstur betur þegar nær dregur. 


Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband