Leita í fréttum mbl.is

Umfjöllun um ÍBB í Breiðholtblaðinu sem borið var í hús í dag

Breiðholtsblaðið kom út í dag og var borið út í öll hús í Breiðholti.

Íbúasamtökin Betra Breiðholt fá góða úttekt í blaðinu undir fyrirsögninni
Skiptir máli að fá sem flesta með.

Í greininni eru reifuð helstu mál ÍBB svo sem útivistarsvæði og umferðarmál, bílatæðaskortur, baráttan fyrir gatnamótum Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar og hversu mikilvægt það er að fá sem flesta Breiðhyltinga til að taka þátt í vinnu með samtökunum svo þoka megi málum hverfisins sem best áfram.
Nú fer að líða að aðalfundi og þá væri gaman að sjá íbúa Breiðholts fjölmenna.

Í Breiðholtsblaðinu eru einnig gerð gríðargóð skil á Breiðholtshátíðinni sem er nýafstaðin. Skemmtilegar myndir eru af gestum hátíðarinnar, forsetahjónunum og starfsfólki Árskóga sem dæmi en þar var Breiðholtshátíðin sett.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband