Leita í fréttum mbl.is

Slökkvistöð fyrir miðjum Elliðaárdal?

Slökkvistöð fyrir miðjum Elliðaárdal?

slokkvistodrist_a.jpg

 

Um þessar mundir er verið að berjast fyrir því að Elliðaárdalurinn í Reykjavík verði verndaður sem útivistarsvæði og fyrirhugaðri byggingu 15m háar slökkvistöðvar verði fundin hentugri lóð annarsstaðar.

Það er mikilvægt að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fái hentuga lóð sem tryggir öryggi allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nálægð við stofnbrautir skiptir hér miklu og við hvetjum yfirvöld til að leggja sig fram við að finna slökkviliðinu hentuga og örugga lóð annarsstaðar en yfir miðjum Elliðaárdal.
 

Elliðaárdalurinn er geysilega fagurt útivistarsvæði með fjölsóttum hjóla- og  göngustígum auk reiðvega. Eftir dalnum rennur laxveiðiá, nokkuð sem er einstakt í höfuðborg. Hér getum við auðveldlega komist í nálægð við hraun, skóglendi og fossa inní miðri borg. Elliðaárdalurinn er einstakur og við megum ekki sofa á verðinum. Hafa ber í huga að þetta snertir bæði okkur og komandi kynslóðir.
slokkvistodrist_b.jpg

Allir geta mótmælt þessari staðsetningu slökkvistöðvarbyggingarinnar með því að senda tölvupóst á skipulag@rvk.is, þar þarf að koma fram að viðkomandi mótmæli breytingum á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka, sem gerir ráð fyrir byggingu slökkvistöðvar á Stekkjarbakkanum.  Einnig að viðkomandi telji að ekki eigi að byggja í og við Elliðaárdalinn sem er eitt helsta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þar af leiðandi vilji viðkomandi hvetja til þess að þessar breytingar á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka verði felldar og slökkvistöðinni fundinn annar staður og stuðla beri að því að efla heildarskipulag Elliðaárdalsins sem útivistarsvæðis.  Nafn, kennitala og heimilisfang þess sem sendir tölvupóstinn þarf að koma fram. Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31.október n.k. Þeir sem ekki senda inn athugasemd teljast samþykkja tillöguna.

Forsprakki hópsins "Verndum Elliðaárdal" er Bergljót Rist og hefur hún m.a verið í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og á RÚV. Hér fyrir neðan má finna tengla á þessi viðtöl ef fólk vill setja sig enn betur inní málið.

Frétt frá Stöð2

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=8fabbd63-6345-416a-b1e4-d06a3c2b6587&mediaClipID=5aec7586-5d75-4439-99ee-e0fe0b79a39d

Viðtal við Bergljótu Rist á RÚV

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4440974/6

Þess má einnig geta að á http://www.facebook.com/ er hópur sem kallast "Verndum Elliðaárdalinn" og eru stuðningsmenn málefnisins hvattir til að koma í hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er fólk að neita slökkvistöð við stekkjabakka. Þetta er farið að hljóma eins og tuðið um álverin. Þetta sé bara hræðilegt að fá stöð þarna. Ekki gleyma því að þetta er hagur fyrir breiðholt. Mannskapur á slökkvibílum og sjúkrabílum tilbúnir í allt, en rétt við dyrnar hjá okkur. Halló er þetta 112 neyðarlíi....þeir eru komnir ! Þetta á eftir að vera lyftistöng fyrir skallablettinn í dalnum. Stöðin er ekki nálægt "útivistarparadísinni", sem sumir vilja kalla. Ég vil nota tækifærið til að fagna svona stöð. Börnin verða öruggari og ekkert sjálfsagðara en að rölta niður í dalinn um helgar til að leyfa börnunum(eins og foreldrunum leiðist það eitthvað) skoða bílana og mannskapinn og alast upp við öryggi og að sjá alltaf þennan fasta punkt í tilverunni.

  Stefnir Snorrason, Slökkviliðsmaður og Bráðatæknir hjá SHS.

Stefnir Snorrason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Jón Svavarsson

1.11.2008 | 02:30

Byggja Slökkvistöð og það STRAX !!!

Ég var að skoða teikningarnar af skipulagi og þverskurði af svæðinu sem ég fann hjá einum bloggaranum og læt slóðina fylgja hér með;

http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/skipulagsm_l/mal_kynningu/deiliskipulag_2008/08068-pl_skyr-2000.pdf

Ég er ekki í minnsta vafa lengur um það að þarna verði mikilvæg framför, fyrir öryggi okkar borgarana, auk þess sem að þarna verður mikil umhverfisbót, bætt aðstaða fyrir útivistarfólk og væntanlega mun verða snyrtilegra en nú er fyrir. Ég sem Kópavogsbúi, í Smáranum, kem til með að njóta þess öryggis sem hlýst af styttri viðbragðstíma og þá ekki síst Breiðholtsbúar, Það vantar að sýna kortið sem SHS hefur, þar sem mældur viðbragðstími kemur greinilega í ljós, og auk þessarar nýju stöðvar verður einnig reist ný stöð í Mosfellsbæ, en enn hafa engin mótmæli heyrst þaðan, yfir þeirri stöð. Þessar nýju stöðvar munu margfalda öryggi okkar Höfuðborgarbúa, hvar sem við erum niðurkomin á svæðinu og hvar sem við búum, því slysin geta gerst hvar sem er og eldsvoðar gera ekki boð á undan sér. Auk þess er ég sannfærður um að þessi ráðstöfun mun ekki skerða útivistarsvæðið, ég fer oft þarna í dalinn og það er ekki svo fjölmennt þar, að það halli á nokkurn.

wSlSudurg 040708_JSM7626 Slys 211205_JSM5569 wRvik 180407_JSM9375    



mbl.isMótmæli vegna slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Svavarsson, 2.11.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband