Leita í fréttum mbl.is

Breiðholtshátíð eldriborgara 11-15. febrúar 2009

Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning Breiðholtshátíðar eldriborgara. Dagskráin verður fjölbreytt sem fyrr og hefst með íþróttadegi eldriborgara í Breiðholti, miðvikudaginn 11. febrúar.

Á fimmtudeginum 12. febrúar koma kynslóðirnar saman í Breiðholti.

Á föstudeginum 13. febrúar  er áherslan á félagsstarf eldriborgara í Breiðholti og á laugardeginum mæta Breiðhyltingar og vinir í ráðhúsið þar sem viðamikil menningardagskrá verður.
Raggi Bjarna verður að sjálfsögðu kynnir. 

Hátíðinni lýkur síðan á sunnudeginum þar sem messað verður í kirkjum Breiðholts.

Ýtarleg dagskrá lítur dagsins ljós innan skamms.

 

 

 

 

 


Sýnum aðgát þar sem börn eru nærri

Á þriðjudagsmorgun var ekið á barn fyrir framan Hólabrekkuskóla við Suðurhóla í Breiðholti. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er barnið ekki alvarlega slasað.

Ökumaðurinn ók á brott. Ekki reyndist þörf á að kalla eftir sjúkrabíl. Foreldrarnir fóru hins vegar sjálfir með barnið á slysadeild til skoðunar. Að sögn lögreglu er óvíst hvort ökumaðurinn, sem ekki er vitað hver er, hafi vitað að bifreiðin hafi farið utan í barnið. Málið er í rannsókn segir í frétt um atburðinn.

Enn er skammdegi mikið þótt tekið sé að birta eilítið. Þess vegna er brýnt að börnin séu með endurskinsmerki og þeim yngstu sé fylgt í skólann þegar veðrið er rysjótt og skyggni slæmt.

Stjórn ÍBB vill minna ökumenn á að virða 30 km hámarkshraða í hverfum og sýna aðgát við gangbrautir.

Hjálpumst að svo allir komist heilir frá vetrinum.

 


 


 


Ný stjórn ÍBB og verkaskipting hennar

mynd_sstjorn_bb_2008.jpg

Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Magnús Gunnar Magnússon, gjaldkeri
Anna Sif Jónsdóttir, ritari seinni hluta árs
Rut Káradóttir, ritari fyrri hl. árs
Þorkell Ragnarsson, meðstj.
Falasteen Abu Libdeh, meðstj.

Efri röð frá vinstri: Gunnar H. Gunnarsson varamaður, Magnús G. Magnússon, Rut Káradóttir, Þorkell Ragnarsson og Helgi Kristófersson.
Neðri röð frá vinstri: Kolbrún Baldursdóttir, Falasteen Libdeh, og Anna Sif Jónsdóttir


Fundargerð aðalfundar ÍBB 2008

 

Aðalfundur Íbúasamtaka
Betra Breiðholt

haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 20. nóvember 2008

Fundargerð

Helgi Kristófersson formaður ÍBB setti fundinn. Þorsteinn Hjartarson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts var kosinn fundarstjóri og tók við fundarstjórn.

1.   Skýrsla stjórnar
Helgi Kristófersson las upp skýrslu stjórnar ÍBB.
Athugasemdir við skýrslu stjórnar:
Birna vildi gera athugasemd í tengslum við auglýsingu á Breiðholtshátíðinni. Hún vildi koma því á framfæri að sér hafi fundist hátíðin illa auglýst.
Brynjar vildi koma því á framfæri að það væri ekki góð hugmynd að byggja bílstæðihús við fjölbrautarskólann og sundlaugina.

2.   Reikningar lagðir fram
Magnús Gunnarsson lagði fram reikninga.
Athugasemdir við reikninga:
Þorkell tók til máls og útskýrði að lögum ÍBB hafi verið breytt á síðasta aðalfundi, breytingin varðaði 5. grein um aðalfund og í framhaldi að þeirri breytingu var gerð breyting á 7. grein um fjármál.  Þessar breytingar varða tímabil aðalfundar og reikningsárið. Sökum þessa er tímabil sem nú um ræðir í reikningum lengra en venjulega.

Kamilla spyr hvor um sé að ræða fast framlag frá Reykjavíkurborg.
Helgi svarar því til að hann vonar það. Hún leggur einnig til að fé samtakana ÍBB verði sett inn á innlánsreikning með hærri vöxtum.

Helgi svaraði því að hann hefði verið búinn að stofna sjóð 9 reikning í Glitni fyrir nokkru en hefði verið hikandi við að leggja inn á þann reikning og síðar kom í ljós að það var eins gott því annars hefðu þessir peningar rýrnað eins og ljóst er orðið.
Reikningar bornir upp og þeir samþykktir.

3.   Kosning nýrrar stjórnar
Eftirtaldir voru kosnir í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 2006.
Helgi Kristófersson
Bogi Arnar Finnbogason

Elísabet Júlíusdóttir
Gunnar H. Gunnarsson

Tillaga um aðalmenn til tveggja ára frá 2008-2010:
Helgi Kristófersson
Gunnar H. Gunnarsson
Sigurður Ágúst Sigurðsson
Falasteen Abu Libdeh

Auk þess tillaga um Rut Káradóttur, Önnu Sif Jónsdóttur og Bergljótu Rist.
Kosnir voru 4 af 7 sem gáfu kost á sér, 24 greiddu atkvæði, auðir og ógildir seðlar voru þrír.

Eftirtaldir voru kosnir:
Helgi Kristófersson
Rut Káradóttir

Anna Sif Jónsdóttir
Falasteen Abu Libdeh

Eftirtaldir voru kosnir í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 2007.
Þorkell Ragnarsson
Magnús Gunnarsson
Kolbrún Baldursdóttir

Stjórn árið 2008-2009 er eftirfarandi:
Anna Sif Jónsdóttir
Falasteen Abu Libdeh
Helgi Kristóferson
Kolbrún Baldursdóttir
Rut Káradóttir
Magnús Gunnarsson

Þorkell Ragnarsson

Tillaga um varamenn í stjórn 2008
Hafsteinn Valsson 
Gunnar H. Gunnarsson
Bergljót Rist  

Skoðunarmenn reikninga
Ricardo Villalobos
Samþykkt samhljóða.

4.   Önnur mál.
Gestir fundarins.
Kjartan Magnússon formaður, íþrótta- og tómstundarráðs og formaður Menntaráðs fjallaði um skólastarf í Breiðholti, framkvæmdir við grunnskóla og fleiri verkefni sem eru á döfinni hjá borgarstjórn.
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Fellaskóla fræddi fundargesti um skólastarfið í Fellaskóla.
Ýmsir tóku til máls og komu með góðar ábendingar.
Meðal þeirra sem komu með ábendingar eða lýstu viðhorfum sínum voru:

Helgi K
Jónas E.
Sigurlaug I.
Gunnar Þ.
Þorkell R
Jóna B. Sætran

Kolbrún B.
Magnús G
Kristinn Breiðfjörð
Kjartan M. (svarar fyrirspurnum sem beint var til hans).

Ábendingar:
-Ábendingar varðandi skólalóðir t.d. í Breiðholtsskóla-Gönguljós við Arnarbakka
-Sparkvöll í Stekkjum-slökunarnámskeið og jóga fyrir börn í grunnskólum -Breiðholtsbústaðurinn, hægt að láta hóp vinnuskólans og eldri borgara að vinna að verkefni í kringum hann.
-Merkja eigi Breiðholtsbæinn

-Að varast að allir stjórnarmenn ÍBB komi úr sömu hverfum, hafa stjórnarmenn dreifða um Breiðholtið
-Búa til hjálparkerfi, viðtöl, styrkingu í Breiðholtinu með fagfólki sem búsett er í Breiðholti
-Gatnamótin Breiðholt – Bústaðarvegur. Fyrir liggur samþykkt fyrir 800 milljónir, spurt er hvort ekki eigi að nota hana
-Slökkvistöðin, vantar upplýsingar, nóg af lóðum annars staðar, vantar útfærslu á skipulagi.

Þorkell Ragnarsson lagði til að eftirfarandi ályktun yrði samþykkt:
Aðalfundur ÍBB haldinn í Gerðubergi 20. nóv. 2008 fagnar því að framkvæmdir eru hafnar við skóla og skólalóðir í Breiðholti en fundurinn skorar jafnframt á að borgaryfirvöld haldi áfram og klári framkvæmdir við skólalóðir og sérstaklega Breiðholtsskóla þar sem ástandið er algerlega óviðunandi.

Samþykkt samhljóða.

Þorsteinn Hjartarson fundarstjóri sleit fundi kl:22.07 

Fundarritari:
Kolbrún Baldursdótt
ir.

 

 

 

 

 

 

 


Vinstri beygju lokað, mislægum gatnamótum hafnað

Í fréttum í gær og í dag kemur fram að ákveðið hefur verið að loka vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut í Elliðaárdal til reynslu í sex mánuði.

Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir jafnframt að áætlanir um að leggja mislæg gatnamót á þessu svæði hafi lengi verið í bígerð en að þeim hafi verið hafnað af borgarráði á fundi 27. nóvember sl. þar sem það hefði í för með sér mikið rask og þunga umferð.

Íbúasamtök Betra Breiðholt hafa lengi barist fyrir að gerð verði mislæg gatnamót á þessum stað.


Ályktun samþykkt á aðalfundi ÍBB

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi ÍBB haldinn í Gerðubergi 20. nóv. 2008:

Fundurinn fagnar því að framkvæmdir eru hafnar við skóla og skólalóðir í Breiðholti en fundurinn skorar jafnframt á að borgaryfirvöld haldi áfram og ljúki við framkvæmdir við skólalóðir og sérstaklega Breiðholtsskóla þar sem ástandið er algerlega óviðunandi.




Vel lukkaður aðalfundur ÍBB haldinn í gær 20. nóvember

Um 30 manns voru mættir á aðalfund Íbúasamtaka Betra Breiðholt í gærkvöldi í Gerðubergi.
Áhugi á samtökunum og starfssemi þeirra fer greinilega vaxandi. Slíkur var áhuginn að koma inn í stjórnarstarfið að kjósa varða milli manna.

Ný stjórn ÍBB er:

Helgi Kristófersson
Anna Sif Jónsdóttir
Falasteen Abu Libdeh
Kolbrún Baldursdóttir
Magnús Gunnarsson
Rut Káradóttir
Þorkell Ragnarsson

Varamenn:
Gunnar H. Gunnarsson
Bergljót Rist
Hafsteinn Valsson


Aðalfundur ÍBB í Gerðubergi á fimmtudaginn 20. nóvember

Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 20. nóvember, kl. 20:00Dagskrá fundar
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar lagðir fram
  3. Kosning nýrrar stjórnar
  4. Önnur mál
Heitt verður á könnunni.Allir íbúar Breiðholtshverfis eru aðilar að íbúasamtökunum og eru því hvattir til að mæta.

Gestir fundarins eru: Kjartan Magnússon formaður Íþrótta- og tómstundaráðs og formaður Menntaráðs og
Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Fellaskóla

Breiðhyltingar, nú er að fjölmenna.


Nágrannavarsla skilar árangri

Það hefur sýnt sig að nágrannavarsla þar sem hún hefur verið virk hefur skilað nokkrum árangri. Þar sem nágrannavarsla hefur verið sett á laggirnar hafa tilkynningum til lögreglu frá íbúum hverfisins um ýmis atvik sem eiga sér stað í hverfinu fjölgað. Með því að vera vakandi yfir sínu nánasta umhverfi aukast möguleikarnir á að koma megi í veg fyrir innbrot.

Víða í Breiðholti hefur slíkt kerfi verið sett á laggirnar. Með  samstilltu átaki íbúa er hugsanlega hægt að sporna við óvelkomnum gestum.

Íbúar sérhverrar götu eða gatna þurfa að ræða þetta sín á milli. Ef niðurstaðan er sú að meirihluta íbúanna hefur áhuga á þessu þarf að velja götustjóra.

Næsta skref er síðan að boða til fundar. Aðili frá frá Þjónustumiðstöð Breiðholts og lögreglunni í Breiðholti eru boðnir og búnir til að koma á slíkan fund og hjálpa íbúum að taka næstu skref í áttina að öflugri og virkri nágrannavörslur

Slökkvistöð fyrir miðjum Elliðaárdal?

Slökkvistöð fyrir miðjum Elliðaárdal?

slokkvistodrist_a.jpg

 

Um þessar mundir er verið að berjast fyrir því að Elliðaárdalurinn í Reykjavík verði verndaður sem útivistarsvæði og fyrirhugaðri byggingu 15m háar slökkvistöðvar verði fundin hentugri lóð annarsstaðar.

Það er mikilvægt að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fái hentuga lóð sem tryggir öryggi allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nálægð við stofnbrautir skiptir hér miklu og við hvetjum yfirvöld til að leggja sig fram við að finna slökkviliðinu hentuga og örugga lóð annarsstaðar en yfir miðjum Elliðaárdal.
 

Elliðaárdalurinn er geysilega fagurt útivistarsvæði með fjölsóttum hjóla- og  göngustígum auk reiðvega. Eftir dalnum rennur laxveiðiá, nokkuð sem er einstakt í höfuðborg. Hér getum við auðveldlega komist í nálægð við hraun, skóglendi og fossa inní miðri borg. Elliðaárdalurinn er einstakur og við megum ekki sofa á verðinum. Hafa ber í huga að þetta snertir bæði okkur og komandi kynslóðir.
slokkvistodrist_b.jpg

Allir geta mótmælt þessari staðsetningu slökkvistöðvarbyggingarinnar með því að senda tölvupóst á skipulag@rvk.is, þar þarf að koma fram að viðkomandi mótmæli breytingum á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka, sem gerir ráð fyrir byggingu slökkvistöðvar á Stekkjarbakkanum.  Einnig að viðkomandi telji að ekki eigi að byggja í og við Elliðaárdalinn sem er eitt helsta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þar af leiðandi vilji viðkomandi hvetja til þess að þessar breytingar á Aðal- og deiliskipulagi Stekkjarbakka verði felldar og slökkvistöðinni fundinn annar staður og stuðla beri að því að efla heildarskipulag Elliðaárdalsins sem útivistarsvæðis.  Nafn, kennitala og heimilisfang þess sem sendir tölvupóstinn þarf að koma fram. Athugið að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 31.október n.k. Þeir sem ekki senda inn athugasemd teljast samþykkja tillöguna.

Forsprakki hópsins "Verndum Elliðaárdal" er Bergljót Rist og hefur hún m.a verið í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og á RÚV. Hér fyrir neðan má finna tengla á þessi viðtöl ef fólk vill setja sig enn betur inní málið.

Frétt frá Stöð2

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=8fabbd63-6345-416a-b1e4-d06a3c2b6587&mediaClipID=5aec7586-5d75-4439-99ee-e0fe0b79a39d

Viðtal við Bergljótu Rist á RÚV

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4440974/6

Þess má einnig geta að á http://www.facebook.com/ er hópur sem kallast "Verndum Elliðaárdalinn" og eru stuðningsmenn málefnisins hvattir til að koma í hann.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband