Leita í fréttum mbl.is

Útibú Alþjóðahússins í Breiðholti?

Hugsast getur að í deiglunni sé að gera þjónustusamning milli Reykjavíkurborgar og Alþjóðahúss þar sem kveður á um að stofnað verði útibú Alþjóðahússins í Fellahverfi í Breiðholtinu,
(sjá frétt í Mbl. frá 29. mars).

Hugmyndin er, ef að verður, að ráða einn starfsmann í starf verkefnisstjóra sem hafi aðstöðu í nokkurs konar félagsmiðstöð sem verður opin á virkum dögum frá 17-21. Þar yrði t.d. hægt að halda námskeið, vera með klúbbastarf svo fátt eitt sé nefnt. 

Meðal verkefnis verkefnastjórans yrði að efla grasrótarstarfið í hverfinu og virkja fólk af erlendum uppruna til að taka meiri þátt í samfélaginu. Að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdarstjóra Alþjóðahúss er hugmyndin að vinna í nánu samstarfi við íþróttafélögin í hverfinu, skóla og leikskóla.

Það er staðreynd að í Efra-Breiðholti er hátt hlutfall erlendra borgara. Með þessu verkefni fer starfsemi Alþjóðahússins inn í hverfið á forsendum hverfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er líka hátt hlutfall íbúa, af erlendum uppruna í 101

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Já það er satt. Það væri gaman að vita aldursdreifinguna og hvernig dreifingin er í öðrum hverfum í borginni og á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Íbúasamtökin Betra Breiðholt, 12.3.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband