25.2.2008 | 22:15
Bílum lagt ólöglega við Engjaselið og Seljabraut.
Það hefur verið haft samband við stjórn Íbúasamtakanna vegna þess að bifreiðum er lagt á grasi og víða þar sem ekki á að leggja við Engjasel og Seljabraut. Þetta segir okkur að skortur er á bílastæðum. Íbúar hafa reynt að fá bifreiðir fjarlægðar á þessu svæði þar sem grasið verður að drullu en það hefur ekki borið árangur. Það vill enginn taka það að sér. Þá er spurningin. Hvernig eiga íbúar að bregðast við ef ekki er hægt að leggja heima hjá sér? Það hefur ekki verið tekið á því. Hvernig eiga íbúar að bregðast við ef ólöglega er lagt? Lögreglan segir ekki ég!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
- annakr
- aslaugfridriks
- bjorkv
- brandarar
- bryndisisfold
- bustadahverfi
- dofri
- doggpals
- don
- gurrihar
- hlidar
- ingabesta
- ipanama
- jorunnfrimannsdottir
- kalli
- kolbrunb
- laugardalur
- margretsverris
- morgunbladid
- mussi
- neytendatalsmadur
- nonniblogg
- otti
- reynsla
- sigurdurkari
- soley
- thorbjorghelga
- unnurfridriks
- varmarsamtokin
- vefritid
- arro
- lydveldi
- baldvinj
- haaleitinordur
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- gattin
- lillo
- gretarmar
- hallarut
- hallurmagg
- harhar33
- ingabaldurs
- larahanna
- altice
- paul
- roslin
- salvor
- sigsaem
- stebbifr
- valgeirskagfjord
- thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
Athugasemdir
Er ekki best að halda áfram að fylla graseyjarnar við götuna af stórum hnullungum ?
Klára það mál bara ? Hinsvegar er það staðreynd að bílastæðaskorturinn þarna er tilfinnanlegur, þekki það sjálfur. Ekki á ég handa íbúum götunar neina töfralausn, því miður. Lögreglan hefur hinsveegar ekkert leyfi til að segja ,,ekki ég''. Þeim ber að sekta ólöglega lagðar bifreiðar sama í hvaða götu það er. Sektarmiðar ná alveg út fyrir 101 Reykjavík. Kannski má fá bunka af sektarmiðum Bílastæðasjóðs á heildsöluverði og fara í labbitúr kvölds og morgna....
B Ewing, 25.2.2008 kl. 22:28
Ég vil endilega taka undir þetta, þetta er búið að vera mjög áberandi undanfarin ár og hlýtur að vera óþolandi ástand fyrir þá sem búa þarna.
Það er ekki bara það grasið sé að verða að drullu, fólk með barnavagna á mjög erfitt með að fara upp gangstéttina meðfram Seljabraut og þarf jafnvel að fara út á umferðargötu til þess að komast upp í hverfisverslunina. Að ég tali nú ekki um fólk í hjólastólum, það er útilokað fyrir það að komast þarna um, nema að stofna öryggi sínu í stórhættu.
Varðandi fjölgun bílastæða, það hlýtur að vera hægt að bæta við stæðum meðfram Seljabrautinni (fjær húsunum). Þetta var gert í Hlíðasmáranum í Kópavogi (nánast meðfram allri Reykjanesbrautinni frá bílaapótekinu og upp á hæðina). Nú eða gera bara eins og var gert á Hringbrautinni og Snorrabrautinni, hafa bílastæðin nær húsunum og færa Seljabrautina aðeins utar, nær hljóðmöninni.
Eitthvað verður að gera, því þetta gengur ekki svona.
Varðandi undirgöng hjá ÍR húsinu, þá skilst mér að þar sem EKKI hafi orðið þarna banaslys þá sé ENGINN vilji fyrir undirgöngum eða gangbrautarljósum, það sé nóg að hafa gangbrautarvörð á vaktinni á meðan skipulagðir íþróttatímar á vegum skólans eru í gangi yfir daginn. Mér finnst alveg rosaleg bílaumferð á þessu svæði og tel að það sé að miklu leyti einmitt vegna þess að það eru engin undirgöng/gönguljós. Foreldrar treysta ekki börnunum sínum til að fara þarna yfir á leið til eða frá íþróttaæfingum sem eru haldnar eftir að skólahaldi lýkur og bregða því til þess ráðs að skutla og sækja endalaust...
Sigrún Pálsd. (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.