Leita í fréttum mbl.is

Bílum lagt ólöglega við Engjaselið og Seljabraut.

Það hefur verið haft samband við stjórn Íbúasamtakanna vegna þess að bifreiðum er lagt á grasi og víða þar sem ekki á að leggja við Engjasel og Seljabraut. Þetta segir okkur að skortur er á bílastæðum. Íbúar hafa reynt að fá bifreiðir fjarlægðar á þessu svæði þar sem grasið verður að drullu en það hefur ekki borið árangur. Það vill enginn taka það að sér. Þá er spurningin. Hvernig eiga íbúar að bregðast við ef ekki er hægt að leggja heima hjá sér? Það hefur ekki verið tekið á því. Hvernig eiga íbúar að bregðast við ef ólöglega er lagt? Lögreglan segir ekki ég!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

Er ekki best að halda áfram að fylla graseyjarnar við götuna af stórum hnullungum ?
 Klára það mál bara ? Hinsvegar er það staðreynd að bílastæðaskorturinn þarna er tilfinnanlegur, þekki það sjálfur.  Ekki á ég handa íbúum götunar neina töfralausn, því miður.  Lögreglan hefur hinsveegar ekkert leyfi til að segja ,,ekki ég''.  Þeim ber að sekta ólöglega lagðar bifreiðar sama í hvaða götu það er.  Sektarmiðar ná alveg út fyrir 101 Reykjavík. Kannski má fá bunka af sektarmiðum Bílastæðasjóðs á heildsöluverði og fara í labbitúr kvölds og morgna....

B Ewing, 25.2.2008 kl. 22:28

2 identicon

Ég vil endilega taka undir þetta, þetta er búið að vera mjög áberandi undanfarin ár og hlýtur að vera óþolandi ástand fyrir þá sem búa þarna.

Það er ekki bara það grasið sé að verða að drullu, fólk með barnavagna á mjög erfitt með að fara upp gangstéttina meðfram Seljabraut og þarf jafnvel að fara út á umferðargötu til þess að komast upp í hverfisverslunina.  Að ég tali nú ekki um fólk í hjólastólum, það er útilokað fyrir það að komast þarna um, nema að stofna öryggi sínu í stórhættu.

Varðandi fjölgun bílastæða, það hlýtur að vera hægt að bæta við stæðum meðfram Seljabrautinni (fjær húsunum).  Þetta var gert í Hlíðasmáranum í Kópavogi (nánast meðfram allri Reykjanesbrautinni frá bílaapótekinu og upp á hæðina).  Nú eða gera bara eins og var gert á Hringbrautinni og Snorrabrautinni, hafa bílastæðin nær húsunum og færa Seljabrautina aðeins utar, nær hljóðmöninni.

Eitthvað verður að gera, því þetta gengur ekki svona.

Varðandi undirgöng hjá ÍR húsinu, þá skilst mér að þar sem EKKI hafi orðið þarna banaslys þá sé ENGINN vilji fyrir undirgöngum eða gangbrautarljósum, það sé nóg að hafa gangbrautarvörð á vaktinni á meðan skipulagðir íþróttatímar á vegum skólans eru í gangi yfir daginn.  Mér finnst alveg rosaleg bílaumferð á þessu svæði og tel að það sé að miklu leyti einmitt vegna þess að það eru engin undirgöng/gönguljós.  Foreldrar treysta ekki börnunum sínum til að fara þarna yfir á leið til eða frá íþróttaæfingum sem eru haldnar eftir að skólahaldi lýkur og bregða því til þess ráðs að skutla og sækja endalaust...

Sigrún Pálsd. (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband