Nauðsynlegt er að gangast fyrir því að gerð mislægra við gatnamótin Reykjanesbraut / Bústaðarveg verði boðin út nú þegar. Ástandið á Reykjanesbraut sunnan Bústaðarvegar er t.d. þannig á annatíma á morgnana að ekki er óalgengt að það taki 30 mínútur að aka frá Breiðholti og niður í Kvos og einnig tekur annan eins tíma að aka til baka á kvöldin. Það skal tekið fram að þetta ástand hefur snarversnað síðan í fyrra.
Gerð mislægra gatnamóta á þessum stað kæmi í veg fyrir mörg umferðarslys og yrði mjög þjóðhagslega arðbær framkvæmd. Aukning á aftanákeyrslum hefur verið á þessu svæði sökum þess að umferð hægir á sér um þetta svæði auk þess sem aukinn hægagangur og lausagangur bifreiða á svæðinu er mikill mengunarvaldur. Þessi aukning umferðar kemur samfara breikkun Reykjanesbrautar í suður og þarf því að leysa vandann sem hefur skapast við það.
Hugmyndir um mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar voru kynntar fyrir borgarráði 27.10.2006. Borgarráð féllst ekki á þær útfærslur sem sýndar voru og óskaði eftir útfærslum, um gatnamótin í plani, sem greiða fyrir umferðinni og auka umferðaröryggi.
Kynntar voru tvær meginhugmyndir. Í þeirri fyrri er vinstribeygjurampi af Reykjanesbraut til norðurs og vestur Bústaðaveg lagður í undirgöngum undir Reykjanesbraut, en í þeirri síðari er hann tekinn á brú yfir brautina.
Í greinargerð, sem unnin var af verkfræðistofunni Línuhönnun fyrir Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vegagerðina, er gerður samanburður á þessum tveimur hugmyndum hvað varðar umferðartækni, gangandi umferð, biðstöðvar almenningsvagna, umferðaröryggi, umhverfismál og aðgerðir á framkvæmdatíma. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og því háðar mati á umhverfisáhrifum. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar skv. meginhugmyndum í greinargerðinni er um 430- 490 millj. kr. Á vegaáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til þessara framkvæmda á árinu 2008. Nú er tíminn kominn að standa við orðin en ekki sitja heima og lesa.
F.h. stjórnar ÍBB
Helgi Kristófersson
formaður
http://ibb.blog.is
Það er hægt að finna meðfylgjandi myndir á:
http://reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-512/436_read-4579/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
- annakr
- aslaugfridriks
- bjorkv
- brandarar
- bryndisisfold
- bustadahverfi
- dofri
- doggpals
- don
- gurrihar
- hlidar
- ingabesta
- ipanama
- jorunnfrimannsdottir
- kalli
- kolbrunb
- laugardalur
- margretsverris
- morgunbladid
- mussi
- neytendatalsmadur
- nonniblogg
- otti
- reynsla
- sigurdurkari
- soley
- thorbjorghelga
- unnurfridriks
- varmarsamtokin
- vefritid
- arro
- lydveldi
- baldvinj
- haaleitinordur
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- gattin
- lillo
- gretarmar
- hallarut
- hallurmagg
- harhar33
- ingabaldurs
- larahanna
- altice
- paul
- roslin
- salvor
- sigsaem
- stebbifr
- valgeirskagfjord
- thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
33 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Nú er það svo að ég rak augun í þá hugmynd um daginn að loka ætti fyrir vinstri beygjur á þessum gatnamótum. Sú var tíðin að ég var mjög hrifinn af minni eigin hugmynd um að gera Bústaðarveginn að einskonar stofnbraut með tilheyrandi breytingu á skipulagi. Í dag verð ég þó að segja að það sé kannski alveg vert að athuga þessa hugmynd frekar en að kokgleypa umhverfislýti eins og mislæg gatnamót svo sannarlega eru.
Annars er ég búinn að búa hérna í Breiðholtinu í u.þ.b. 13 ár og ég vil nota tækifærið og láta alla vita sem eru að skoða sig um með tilliti til kaupa á fasteign að halda sig eins langt frá þessum stað og það getur. Hér er allt frekar morkið og ömurlegt. Hér er ekkert viðhald og ekkert við að vera. Hverfið er illa skipulagt! Reyndar mæli ég með að fólk finni sér íbúð vestan Elliðaáa og að Breiðholtið verði rifið eða kannski á að láta það standa og gera það að safni til marks um heimsku og vanvit borgarfulltrúa og verkalýðsforkólfa landsins en þeir bera einmitt ábyrgð á þessum ósköpum til að byrja með og ekkert lát virðist vera á þessari heimsku sem heltekur borgarfulltrúa okkar. Afleiðing Breiðholtsins og annara álíkra staða eru frekjustælar einstaklinga sem búa í kastalabyggingum sínum. Þeir hafa alið sinn mann fjarri mannlífinu, eru orðnir firrtir. Fyrir vikið eru hér einstaklingar sem vilja ekkert nálægt sér en vilja jafnframt að borgað sé undir óæðri endan á sér af því að það getur ekki lifað lífinu á eðlilegan hátt. Það vill það ekki kæru borgarfulltrúar, það vill geta skotist niður í bæ hvenær sem það vill á tíu mínútum sem er ekki hægt nema að keyra ólöglega reyndar. Ég held það sé búið að ofala Íslendinga og gott dæmi um það eru íbúar Breiðholtsins, eins og sést berlega á þessari síðu. Það bara vill og gefur ekkert af sér, gerir bara kröfur. Lífið er erfitt og það á sínar mismunandi hliðar. Stundum er það gott líka, en við getum ekki alltaf fengið allt sem við viljum. Verum sátt við það sem við eigum.
Kær kveðja,
Ólafur Helgi Harðarson
Ólafur Helgi Harðarson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.