Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Seljakrikju

img_1903_ljosari.jpgUm 150 manns komu til fundar í Seljakirkju sem Íbúasamtökin Betra Breiðholt stóðu fyrir til þess að Breiðhyltingum gæfist kostur á að heyra milliliðalaust um þær breytingar sem orðið hafa á skipulagi löggæslumála í Breiðholti.

Frummælendur voru Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti, Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagði í ávarpi sínu að á tímum sem þessum á Íslandi gerði fólk kröfu um réttlæti og að lögregla og dómstólar sinntu hlutverki sínu.
 
Skipulagsbreytingar hjá lögreglunni í Breiðholti hafa leitt til þess að fimm lögreglumenn, þar á meðal tveir hverfislögreglumenn, hafa verið fluttir úr Mjóddinni yfir á Dalveg í Kópavogi. Þaðan er löggæslu fyrir Kópavog og Breiðholt sinnt.

Stefán Eiríksson áréttaði að markmið breytinganna væri að efla og bæta löggæsluna í Kópavogi. Hann benti einnig á að hverfislögreglumennirnir hefðu áfram aðstöðu í Þjónustumiðstöðinni í Mjódd þrátt fyrir að þeir fengju nú fleiri verk á sínar hendur.
 
Myndin er tekin í lok fundarins. Á henni eru lögreglumennirnir sem sinnt hafa Breiðholti hvað mest, lögreglustjóri, dómsmálaráðherra og fulltrúar úr stjórn ÍBB ásamt fundarstjóra, Ólafi Jóhanni Borgþórssyni, presti í Seljakirkju.


Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti

STÖNDUM VÖRÐ UM GÓÐA LÖGGÆSLU Í BREIÐHOLTI

 

Íbúasamtökin Betra Breiðholt (ÍBB) standa fyrir fundi um

löggæslumál í Breiðholti hinn 4. júni í Seljakirkju.

Fundurinn hefst kl. 20:00

Gestir fundarins eru Stefán Eiríksson,

lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.

Eins og kunnugt er hefur lögreglustöðin í Mjódd nú færst yfir á Dalveginn

í Kópavogi. Íbúum í Breiðholti gefst kostur á að heyra hver staða

löggæslumála er um þessar mundir í Breiðholti og hvernig málum verður

háttað í framtíðinni.

Fundarstjóri: Ólafur J. Borgþórsson, prestur.

Dagskrá:

Kl. 20:00

Formaður stjórnar ÍBB, Helgi Kristófersson setur fundinn.

Kl. 20:05

Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar í

Mjódd ræðir um samstarf lögreglunnar við þjónustumiðstöðina.

Kl. 20:15

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins ræðir um

breytingar á fyrirkomulagi löggæslunnar í Breiðholti.

Kl. 20:35

Ragna Árnadóttir, Dóms- og kirkjumálaráðherra ræðir um

löggæsluna frá sjónarhorni Dómsmálaráðuneytisins.

Kl. 20.45 Almennar umræður og fyrirspurnir.

 

Öflug löggæsla og náið samstarf íbúa við lögreglu er

hagur allra.

Íbúar í Breiðholti eru hvattir til að fjölmenna.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts.


Fundir með götustjórum í Breiðholti

Nágrannavörslufundir í Breiðholti í maí
nagrannavarsla
Fundirnir verða haldnir í fundarsal Þjónustumiðstöðvar Breiðholts sem hér segir: 19. maí Látrasel (vantar götustjóra), Lækjarsel, Lindarsel og Jakasel. 27. maí Rituhólar, Starrhólar (vantar götustjóra) og Trönuhólar (vantar götustjóra). 28. maí Stekkjahve

Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús í Breiðholti

auglysing_fra_gar_list_image.jpgFyrirtækið Garðlist ehf auglýsir á afar ósmekklegan hátt og hefur málinu verið vísað til Neytendastofu og Talsmanns neytenda.

Ekki er betur séð en hér sé verið að beita blekkingum þar sem fyrirtækið Garðlist lætur sem bréfið (auglýsingin) sé frá fólkinu í næsta húsi. Nágranninn (Garðlist) hvetur til þess að þeir sem vanti aðstoð við garðverkin leiti til Garðlistar af því að þeir sjálfir þ.e. nágranninn hafi verið svo ánægður með þjónustu þeirra.


Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthvað skemmtilegt

Með penna og pensil að vopni!

Sýning Guðráðs Björgvins Jóhannssonar, Landið í lit, verður opnuð í Boganum föstudaginn 22. maí. Listin og veiðarnar eiga hug hans allan en þó þykist hann meiri veiðimaður en listamaður! Guðráður er mikið náttúrubarn, stundar stangveiði og skotveiði allan ársins hring auk þess að vera titlaður refaskytta Torfalækjarhrepps hins forna.  lesa meira


Myndlistarsýning leikskólabarna í Bakkahverfi 2009

Myndlistarsýning leikskólabarna í Bakkahverfi 2009
Leikskólabörn með listaverkin sín
Árleg myndlistarsýning leikskólabarna í Bakkahverfi í Breiðholti verður opnuð þriðjudaginn 12. maí kl. 14 í göngugötunni í Mjódd og mun hún standa til 26. maí. Sýningin hefur verið árlegur viðburður síðan 1989. Hugarheimur barna er margslunginn og börn eiga ekki alltaf orð til að lýsa sínum hugarheimi. Börn á leikskólaaldri hafa ríka þörf fyrir að tjá sig á skapandi hátt meðal annars á myndmáli. Fjölbreytileg myndgerð og myndsköpun skipar veglegan sess í uppeldisstarfi leikskólans og tengist öðrum þáttum þess með ýmsum hætti. Með því að gera myndlist leikskólabarna sýnilega gefum við börnunum rödd í samfélaginu. Á opnunarhátíðinni leikur Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts nokkur lög og leikskólabörn syngja.

Málverkasýning verður haldin næstu daga í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4.

Málverkasýning verður haldin næstu daga í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4.
Eygló Haraldsdóttir myndlistarmaður
Eygló Haraldsdóttir myndlistamaður opnar sýninguna föstudaginn 8. mai kl-17:00-19:00 og tekur hún þá á móti gestum. Laugardaginn 9 maí verður opið milli kl. 14:00 og17:00. Opið er virka daga á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar.

Fegrunardagar í Breiðholti 9.-10. maí

breiholtsmyndir_218_20_22_bakkahverfi_m_innku_844569.jpgHverfisráð Breiðholts  ásamt Íbúasamtökunum Betra Breiðholt standa fyrir fegrunardögum helgina 9.-10. maí nk.

Fulltrúar ráðsins munu afhenda sorppoka og áhöld sunnudaginn 10. maí kl. 11:00 á þremur stöðum í hverfinu.

Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Hverfisstöðina Jafnaseli.

Verslanirnar við Arnarbakka.

Fulltrúar félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja eru einnig hvattir til að taka virkan þátt í fegrun hverfisins þessa helgi eða í kringum hana. Tökum upp hanskann fyrir Breiðholtið og sýnum hreint og fagurt umhverfi í verki. Margar hendur vinna létt verk.

Reykjavíkurborg leitar nú liðsinnis borgarbúa við að fjarlægja garðúrgang annars vegar með því að íbúar fari með hann á endurvinnslustöðvar Sorpu eða nýti hann til moltugerðar í eigin garði.


 


Þá er að taka höndum saman

gudrun-jonsdottir-border.jpgReykjavíkurborg birti á dögunum hvatningu til borgarbúa um að taka höndum saman við að hreinsa til í borginni eftir veturinn. Íbúar í Arahólum 2 í Breiðholti tóku áskorun borgarinnar með bros á vör og hafa tekið að sér að snyrta nærumhverfi sitt með því að tína rusl og snyrta tré og runna.

„Með þessu framtaki viljum við sjá til þess að umgengni sé góð og snyrtimennska og virðing fyrir umhverfinu sé í heiðri höfð,“ segir Guðrún Jónsdóttir, íbúi í Arahólum. „Þessi vitundarvakning okkar hófst með átakinu Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík en þá létu borgaryfirvöld okkur í té áhöld sem auðvelda þessa vinnu. Við hreinsunina gerum við ekki greinarmun á sameiginlegu landi borgarbúa og einkalóðum. Ég hef til að mynda tekið að mér svæði við Stekkjarbakka og Vesturhóla þar sem mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Eftir að upplýsingaskilti voru sett upp á staðnum hefur hann orðið vinsæll áningastaður ferðamanna og æ algengara er að rútur eigi þarna leið um. Ferðamenn koma hingað til að virða fyrir sér útsýnið sem er afar fallegt á þessum stað.“


Vel heppnaður fundur með stjórnmálamönnum


ibb_frambj_img_1711_833594.jpgÍbúasamtökin Betra Breiðholt héldu stjórnmálafund með áherslu á Breiðholtið í sal Breiðholtsskóla fimmtudaginn 16. apríl.

Á fundinn mætti einn frá hverju stjórnmálaafli eða Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokk, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrir Samfylkinguna, Jakobína Ólafsdóttir fyrir Frjálslindaflokkinn, Birgitta Jónsdóttir fyrir Borgarahreyfinguna, Lilja Mósesdóttir fyrir Vinstri Græna og Einar Skúlason, Framsóknarflokki.

Jafnframt mætti í seinna fallinu Guðrún María Óskarsdóttir fyrir Lýðræðishreyfinguna. Hver fulltrúi fékk 5 mínútur til að koma helstu stefnumálum sínum á framfæri og síðan voru pallborðsumræður þar sem Breiðhyltingar gátu spurt frambjóðendur spurninga um það sem þeim lá á hjarta.

Það spunnust upp fjörugar umræður og fundurinn hefði getað staðið fram undir miðnætti þar sem nægar voru fyrirspurnirnar. 

Auk umræðu um Breiðholtið, aðstæður í hverfinu í dag og framtíðarskipulag voru fleiri þjóðfélagsleg hitamál í brennidepli og má þar helst nefna hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það sem brann þó ekki hvað síst á gestum fundarins var hvernig gera mætti Breiðholtið að enn betra og fallegra hverfi.  Fá hverfi geta t.d. státað sig af svo fallegu útsýni eins og fá má frá húsum úr efri hverfum Breiðholtsins. Í staðsetning sem þessari liggja sannarlega verðmæti.

Íbúasamtökin vilja þakka kærlega fyrir framlag þeirra sem að fundinum stóðu. Bestu þakkir fyrir að fá lánaðan salinn í Breiðholtsskóla og þakkir eru einnig færðar fundarstjóranum en hann var Þorsteinn Hjartarson hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. 

Íbúasamtökin Betra Breiðholt vilja hvetja íbúa Breiðholts til að láta í sér heyra t.d.  hvað þeim finnst að betur mætti fara í hverfinu. Íbúasamtökin halda uppi virkri bloggsíðu hér á blog.is og einnig á Facebook: Íbúasamtökin Betra Breiðholt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband