Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt

_bbimg_3103.jpgAðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt var haldinn mánudaginn 23. nóvember í Fella- og hólakirkju í Efra Breiðholti.  Fundurinn hófst 18:00

Dagskráin var eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar lagðir fram
3. Kosning stjórnar
4. Kosning skoðunarmanna
5. Önnur mál

Nú hafa Íbúasamtökin Betra Breiðholt starfað í þrjú ár.  Fjölmörg mál hafa komið inn á borð samtakanna þar sem þau hafa fengið umfjöllun og eftirfylgni. Íbúasamtökin hafa staðið fyrir ýmsum uppákomum og er þar skemmst að minnsta borgarafund vegna löggæslumála sem haldinn var í Seljakirkju fyrr á árinu og Markaðinum í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga.  

Til að freista þess að vekja athygli ráðamanna á ýmsu sem er ábótavant í Breiðholti hefur stjórn Samtakanna átt fundi og fjölmörg samtöl við borgaryfirvöld, fyrrverandi sem og núverandi borgarstjóra. Markmiðið hefur verið að reyna að koma einstaka málum og málefnum í viðeigandi farveg innan borgarkerfisins.

Stjórn Íbúasamtakanna vonast til að mál hafi eitthvað þokast áfram þau ár sem Samtökin hafa starfað en framundan bíða mörg brýn verkefni úrlausnar víða í hverfum Breiðholts. 

Þátttaka í samtökum eins og Íbúasamtökunum er skemmtileg og gefandi. Samtökin eru vettvangur þar sem fólki sem lætur sér annt um umhverfi sitt gefst kostur á að koma málefnum síns hverfis á framfæri og fylgja eftir þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið.

Við kosningu stjórnar gengu út Falasteen Abu Libdeh og Hafsteinn Valsson.

Aðalmenn voru kosnir:
Anna Sif Jónsdóttir, Bergljót Rist. Gunnar H. Gunnarsson Helgi Kristófersson, Rut Káradóttir, Magnús Gunnarsson,
Varamenn: Kolbrún Baldursdóttir og Þorkell Ragnarsson.

Yfirlit úr skýrslu stjórnar.

Haldinn fundur með borgarstjóra 18. febrúar 2009 en þar var farið yfir ýmis mál hverfisins og áherslur sem er lagt upp með.

17.2.2009 var haldinn fundur með lögreglunni ásamt Hverfisráði.

Í framhaldi þess var haldinn fundur með lögreglunni fimmtudaginn 4. júní.

Markaðsdagur í Mjódd laugardaginn 17. október.

Stjórnmálafundur sem Íbúasamtökin héldu með áherslu á Breiðholtið í sal Breiðholtsskóla fimmtudaginn 16. apríl. Á fundinn mætti einn frá hverju stjórnmálaafli.

Fegrunardagar í Breiðholti 9.-10. maí.

Mörg önnur mál var komið að á þessum tíma, t.d. róluvallarverkefni í Stekkjahverfi. Gangstígar í hverfinu og margt í tengslum við umferðaröryggi o.fl

Unnið hefur verið að og bent á margvísleg mál er varða hverfið og má þar helst nefna:

  1. Skíðabrekka í Vatnsendahvarfi.
  2. Bílastæði. Vaxandi vandræði er vegna skorts á bílastæðum víða í hverfinu, m.a. í íbúðahverfum og hjá leikskólum.
  3. Umferðaröryggi.
  4. Skólalóðir. Endurbætur eru nauðsynlegar á leiksvæðum barna við Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og Seljaskóla.
  5. Áframhaldandi uppbygging íþróttaaðstöðu í hverfum Breiðholts
  6. Gönguleiðir. Við skorum á borgarráð að láta leggja mislægar gönguleiðir á árinu, þ.e. yfir Breiðholts braut austan Norðurfells og yfir Skógarsels við ÍR-svæðið. Spurning er hvað tafði skipulögð undirgöng undir Skógarsel við ÍR-heimilið.
  7. Myrkvuð svæði.
  8. Og nokkur umræða spannst um möguleika til enn frekari uppbyggingar innan Breiðholts og var þar horft til íbúða fyrir eldri borgara í Efri hverfum Breiðholts og endurskipulagningu á svæðum í Seljahverfi, Neðra Breiðholti og Efra Breiðholti þar sem verslunarkjarnar hafa verið að gefa eftir

 

 



 


Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband