Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Lögreglustöðinni í Breiðholti lokað?

Til stendur að nær öll almenn löggæsla á höfuðborgarsvæðinu verði færð út í hverfisstöðvar á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum eiga hverfisstöðvarnar að verða við Hverfisgötu, í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og vesturbæ Reykjavíkur.

Nái þessar tillögur fram að ganga mun lögreglustöðinni í Breiðholti loka.
Þessi ákvörðun veldur áhyggjum því óttast er að með þessu fyrirkomulagi myndist fjarlægð milli lögreglunnar og Breiðholtsbúa en samstarf fram til þessa hefur verið náið og gott.

Lögreglustjórinn í Reykjavík vill þó að það komi fram að með þessu megi fólk ekki halda að lögregla sé að draga sig frá sveitarfélögunum. Hann segir að á hverri þjónustumiðstöð verði aðstaða fyrir hverfislögreglumann sem vinni með skóla- og félagsmálayfirvöldum.

Verði þessi skipulagsbreyting að veruleika þykir óttast margir að gerist alvarlegur atburður í Breiðholti sé hætta á að viðbragðstími lögreglu sé lengri hafi þeir t.d. aðsetur í Kópavogi.


Fullur salur í Breiðholtsskóla í gærkvöldi

Það var mikil aðsókn á fundinn í Breiðholtsskóla í gærkvöldi en hann fjallaði um  hvernig við getum kennt börnum okkar að varast kynferðisafbrotamönnum. Fyrir þessum viðburði stóð foreldrafélag skólans.

Lögreglan reið á vaðið og fór yfir sínar vinnureglur. Hún hvatti fólk til að hafa samband yrði það vart við einhvern einstakling í hverfinu sem viðhefði grunsamlegt athæfi.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði fór yfir með hvaða hætti skólinn og foreldrar gætu sameinast um að ræða við börnin um þessi mál. Einnig að þau börn sem ekki hefðu fengið næga og viðeigandi fræðslu væru í hvað mestri áhættu. Farið var yfir hver væru helstu grunnhugtök fræðslunnar og hvaða lesefni væri fáanlegt. Forvarnir af þessum toga sem byrja snemma gera börnin hæfari í að lesa umhverfið, meta aðstæður og greina muninn á atferli sem telst rétt og eðlilegt og hvenær það er ósiðlegt og ólöglegt.

 Fundinum lauk með því að Sigríður Björnsdóttir frá samtökunum Blátt Áfram sagði gestum frá sinni reynslu en hún var um árabil þolandi kynferðislegs ofbeldis á heimili.


Fundur í Breiðholtsskóla í kvöld

Hvernig verndum við börnin fyrir kynferðislegu ofbeldi?

Fræðslufundur  í sal Breiðholtsskóla þriðjudagskvöldið 27. janúar kl. 19.30.

Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar þeirra eigum við auðvelt með að fræða börnin okkar um - eins og til dæmis umferðina - en aðrar eru flóknari.  Hættan á kynferðislegu ofbeldi er staðreynd sem við vitum oft á tíðum ekki hvernig best er að nálgast.

Foreldra- og kennarafélag Breiðholtsskóla efnir til fræðslufundar nk. þriðjudagskvöld  þar sem fyrirlesarar munu ræða hvernig við kennum börnum að þekkja mörkin, hvernig foreldrar tala við börn um kynferðislegt ofbeldi og ábyrgð annarra í umhverfi barna og samfélagsins.

Fyrirlesarar fundarins eru:

            -Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, sjá nánar á http://kolbrun.ws/

            -Sigríður Björnsdóttir frá samtökunum Blátt áfram, sjá nánar á 
www.blattafram.is

            -Fulltrúi frá hverfislögreglu

Forvarnir eru sterkasta vopnið og þær snúast um fræðslu. 

Stjórn FOK

 

 


 

 


Tilmæli til skólastjórnenda í Breiðholti

Á fundi ÍBB þann 21. janúar s.l. samþykkti stjórn Íbúasamtakana að beina eftirfarandi tilmælum til skólastjórnenda:

Að þeir bjóði upp á umræðu,- og fræðsluvettvang um varnir og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum.  Mikilvægt er að fræðslan sé í samráði við foreldra, fagaðila og grasrótarsamtök.


Breiðholtshátíð eldriborgara 11-15. febrúar 2009

Nú er verið að leggja lokahönd á undirbúning Breiðholtshátíðar eldriborgara. Dagskráin verður fjölbreytt sem fyrr og hefst með íþróttadegi eldriborgara í Breiðholti, miðvikudaginn 11. febrúar.

Á fimmtudeginum 12. febrúar koma kynslóðirnar saman í Breiðholti.

Á föstudeginum 13. febrúar  er áherslan á félagsstarf eldriborgara í Breiðholti og á laugardeginum mæta Breiðhyltingar og vinir í ráðhúsið þar sem viðamikil menningardagskrá verður.
Raggi Bjarna verður að sjálfsögðu kynnir. 

Hátíðinni lýkur síðan á sunnudeginum þar sem messað verður í kirkjum Breiðholts.

Ýtarleg dagskrá lítur dagsins ljós innan skamms.

 

 

 

 

 


Sýnum aðgát þar sem börn eru nærri

Á þriðjudagsmorgun var ekið á barn fyrir framan Hólabrekkuskóla við Suðurhóla í Breiðholti. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er barnið ekki alvarlega slasað.

Ökumaðurinn ók á brott. Ekki reyndist þörf á að kalla eftir sjúkrabíl. Foreldrarnir fóru hins vegar sjálfir með barnið á slysadeild til skoðunar. Að sögn lögreglu er óvíst hvort ökumaðurinn, sem ekki er vitað hver er, hafi vitað að bifreiðin hafi farið utan í barnið. Málið er í rannsókn segir í frétt um atburðinn.

Enn er skammdegi mikið þótt tekið sé að birta eilítið. Þess vegna er brýnt að börnin séu með endurskinsmerki og þeim yngstu sé fylgt í skólann þegar veðrið er rysjótt og skyggni slæmt.

Stjórn ÍBB vill minna ökumenn á að virða 30 km hámarkshraða í hverfum og sýna aðgát við gangbrautir.

Hjálpumst að svo allir komist heilir frá vetrinum.

 


 


 


Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband