Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
29.7.2008 | 10:10
Upplýsingar berast ÍBB frá Ráðhúsinu vegna ábendinga í tengslum við 1, 2 og Reykjavík
Íbúasamtökunum Betra Breiðholt hafa borist svör frá Verkefnastjóra á skrifstofu borgarstjóra í tengslum við ábendingar sem ÍBB sendi inn á vefinn 1, 2 og Reykjavík.
Ábending er varðar Mjóddina.
Heil og sæl meðlimir í Íbúasamtökum Betra Breiðholts. Takk fyrir ábendinguna í tengslum við verkefnið 1, 2 og Reykjavík. Heildarskipulag fyrir Mjóddina mun liggja fyrir í haust. Verkefnið er í fullum gangi og fyrirhugað að hefja framkvæmdir í haust, þ.e. ef fyrirsjáanlegt er að hægt verði að ljúka þeim fyrir byrjun nóvember. Að öðrum kosti verður þeim frestað til vors 2009. Náið samráð er við félag kaupmanna í Mjódd um verkefnið.
Ábending er varðar undirgöng að ÍR svæðinu.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ÍR svæði. Á því er að tillögu borgarstjóra gert ráð fyrir undirgöngum undir Skógarsel. Unnið er að frekari undirbúningi og hönnun. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2010. Því má bæta við að borgarstjóri hefur óskað eftir tillögum frá umhverfis- og samgöngusviði um fjölgun 30 km svæða og mislægra göngutengsla í borginni.
Ábending er varðar múrinn hjá Iðufelli.
Múrinn hjá Iðufelli að Fannafelli er ekki í eigu Reykjavíkurborgar. Borgaryfirvöldum er því ekki heimilt að rífa hann niður.
Fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Svanlaug Jóhannsdóttir Verkefnastjóri á skrifstofu borgarstjóra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 11:01
1, 2 og Reykjavík kom í pósti í morgun. Þar má sjá lista yfir fyrirhugaðar framkvæmdir
Meðal þess sem er á dagskrá að bæta í Breiðholti er:
1. Fegrun, hringtorgs til móts við Eddufell og Fellaskóla, 2008
2. Trjálundur, Stelkshólar, 2008
3. Leiksvæði endurgert við Tungusel, 2009-2010
4. Dvalarsvæði endurgert, Austurberg, 2008
5. Sparkvöllur - gervigras, Hólabrekkuskóli, 2008
6. Sparkvöllur- Breiðholtsskóli, 2008
7. Gróðursetning og leiktæki Jaðarsel, 2008
8. UNDIRGÖNG, SKÓGARSEL, 2009-2010
9. Dvalarsvæði endurgert, Seljatjörn, 2008
10. Leiksvæði endurgert, Seljabraut, 2009-2010
11. Framkvæmdir á skólalóð, Hólabrekkuskóli, 2008-2009
12. ENDURSKIPULAGNING MJÓDD, 2008-2009
Þetta er góð byrjun á að betrumbæta Breiðholtið en margar ábendingar um nauðsynlegar framkvæmdir þurfa greinilega að bíða betri tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2008 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breiðholtsvikan og Breiðholtsdagurinn.
Hátíðarvikan hefst 15. september og lýkur með hátíðardagskrá um allt hverfið hinn 20. september. Í Breiðholtinu finnst margbrotið mannlíf og er Breiðholtsdagurinn hugsaður til að íbúar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geti kynnst hvert öðru þegar allir þessir aðilar fylkja liði og fjölmenna á fjölbreytta viðburði sem nú eru í undirbúningi víðs vegar um hverfið.
Dagskrá vikunnar verður æði fjölbreytt og leggja þar margir hönd á plóg. Listviðburðir, kynningar, skipulagðar göngur og hlaup er einungis brot af því sem í boði verður.
Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og bera þróun og vöxt þess fyrir brjósti. Þeim er umhugað að hlúa að ímynd hverfisins og vilja í þeim tilgangi stilla saman strengi sín og sýna í orði og verki hverju sameiginlegur hugur getur áorkað.
Breiðhyltingar, sameinumst öll sem eitt og hyllum hverfið okkar á Breiðholtsdaginn 20. september.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.7.2008 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 21:32
Óvenjumikið rusl á götum og gangstéttum í Seljahverfi
Ábending hefur borist um að talsvert sé af rusli, bréfarusli og flöskum á grasbölum meðfram gangstéttum t.d. í Jafnaseli og í kringum Krónuna. Spurning er hvernig þessu er farið í öðrum hverfum Breiðholts?
Það er óskandi að hreinsun gatna og gangstétta í hverfinu sé á næstu grösum.
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
-
annakr
-
aslaugfridriks
-
bjorkv
-
brandarar
-
bryndisisfold
-
bustadahverfi
-
dofri
-
doggpals
-
don
-
gurrihar
-
hlidar
-
ingabesta
-
ipanama
-
jorunnfrimannsdottir
-
kalli
-
kolbrunb
-
laugardalur
-
margretsverris
-
morgunbladid
-
mussi
-
neytendatalsmadur
-
nonniblogg
-
otti
-
reynsla
-
sigurdurkari
-
soley
-
thorbjorghelga
-
unnurfridriks
-
varmarsamtokin
-
vefritid
-
arro
-
lydveldi
-
baldvinj
-
haaleitinordur
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
dullur
-
gattin
-
lillo
-
gretarmar
-
hallarut
-
hallurmagg
-
harhar33
-
ingabaldurs
-
larahanna
-
altice
-
paul
-
roslin
-
salvor
-
sigsaem
-
stebbifr
-
valgeirskagfjord
-
thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
252 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Eldri borgarar þurfa að sanna ökuhæfni sína
- Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
- Bíl stolið í Mosfelllsbæ
- Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileika
- Óbyggðanefnd fellst á rök landeigenda
- Sakir bornar á yfirmenn Faxaflóahafna
- Hófu leit að manni sem kom fram stuttu síðar
- Meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her
- Fyrir hvern er það gott?
- Opið í Skarðsdal alla páskana
Nýjustu færslurnar
- Navalni, Eldur Smári og fréttamat Mbl., Vísis og RÚV
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Bæn dagsins...
- Hannaðar kannanir um veiðigjöld
- Heimatilbúinn vandi
- Loksins alvöru tilraun í Bandaríkjunum til að af-wók-væða skólakerfið
- Íslenskur her?
- Fjölbreytni
- Ástarvonir síðmiðaldra kvenna og rúlluterturaunir
- Sektir, sektir sektir