27.9.2009 | 20:33
Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
Út í kött! Nýr dans- og söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
Sýningar Lýðveldisleikhússins á barnaleikritinu Út í kött! hefjast að nýju um helgina í Gerðubergi. Út í kött! er nýr dans og söngleikur fyrir börn á öllum aldri sem var frumsýndur síðastliðið vor. Verkið er ævintýraleikur og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu og ævintýraheima. Skólum, leikskólum og foreldrafélögum gefst kostur á að kaupa sýningar á sérstökum afsláttarkjörum og geta þeir sent fulltrúa sína á sýningarnar um helgina í Gerðubergi til að kynna sér verkið. Sýningarnar verða laugardaginn 26. september og sunnudaginn 27. september og hefjast kl. 14.
Leikritið fjallar um strákinn Erp sem neyðist til að taka á móti dóttur vinafólks foreldra sinna inn í herbergið sitt. Helga Soffía er hress og hraðlýgin og kann frá mörgu undarlegu að segja. Erpur á erfitt með að sætta sig við þennan gest sinn, enda snýr hún heimi hans, þar sem hetjur teiknimynda og tölvuleikja eru karlmenn, á hvolf. Með fjörugu ímyndunarafli sínu nær hún að sýna honum að tilveran þarf ekki að vera niðurnjörvuð í fyrirfram ákveðin hólf og kassa. Sögur Helgu Soffíu eru þrjú Grimms-ævintýri byggð á útgáfum Roalds Dahl og fléttast þau inn í leikverkið með tónlist, dansi og söng. Þar birtast Rauðhetta, Öskubuska, prins, úlfar og grísir en Rauðhetta er enginn ráðvilltur sakleysingi sem lætur éta sig mótþróalaust og Öskubuska áttar sig á að hamingjan felst ekki í því einu að vera fótnett og fríð.
Tvö tólf ára börn fara með hlutverk Erps og Helgu Soffíu, þau Fannar Guðni Guðmundsson og Sóley Anna Benónýsdóttir, Ragnheiður Árnadóttir söngkona fer með hlutverk sögumanns, og leikararnir Finnbogi Þorkell Jónsson og Ólöf Hugrún Valdemarsdóttir fara með hlutverk geimskrímsla og ýmsra ævintýrapersóna t. d. Rauðhettu og úlfsins og Öskubusku og prinsins. Benóný Ægisson er höfundur handrits, semur tónlistina og þýðir kvæði Roald Dahl, Kolbrún Anna Björnsdóttir er leikstjóri Sigríður Ásta Árnadóttir gerir búningana en Kristrún Eyjólfsdóttir leikmyndina .
Markmiðið með sýningunni er að skemmta og vekja börn og fullorðna til umhugsunar um birtingarmyndir staðalmynda í umhverfi barnanna. Mikilvægi skapandi og gagnrýninnar hugsunar er seint ofmetið og því brýnt að börnin fái tæki og tól í hendurnar til að takast á við flóðbylgju skilaboða úr umhverfinu. Sýningin er farandsýning og með henni fylgir kennsluefni sem gefur kennurum tækifæri til frekari úrvinnslu á grundvelli leiksýningarinnar. Sýningin gæti m.a. nýst í kennslu í íslensku, lífsleikni, leiklist og tónlist.
Miðapantanir eru á lydveldisleikhusid@gmail.com og í boði eru tveir miðar. Taka þarf fram fyrir hvaða stofnun eða félag viðkomandi er fulltrúi fyrir.
Nánari upplýsingar um sýninguna eru á vef Lýðveldisleikhússins www.this.is/great
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
- annakr
- aslaugfridriks
- bjorkv
- brandarar
- bryndisisfold
- bustadahverfi
- dofri
- doggpals
- don
- gurrihar
- hlidar
- ingabesta
- ipanama
- jorunnfrimannsdottir
- kalli
- kolbrunb
- laugardalur
- margretsverris
- morgunbladid
- mussi
- neytendatalsmadur
- nonniblogg
- otti
- reynsla
- sigurdurkari
- soley
- thorbjorghelga
- unnurfridriks
- varmarsamtokin
- vefritid
- arro
- lydveldi
- baldvinj
- haaleitinordur
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- gattin
- lillo
- gretarmar
- hallarut
- hallurmagg
- harhar33
- ingabaldurs
- larahanna
- altice
- paul
- roslin
- salvor
- sigsaem
- stebbifr
- valgeirskagfjord
- thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
336 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.