Leita í fréttum mbl.is

Handverkskaffi í Gerðubergi

gerdub_handav09

Fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði er handverkskaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum er á kaffihúsi hússins boðið upp á stuttar og skemmtilegar kynningar á ýmiskonar handverki. Markmiðið með handverkskaffi er að bjóða upp á notalega kvöldstund þar sem gestir geta fengið sér kaffi og með því, hlýtt á ýmsan fróðleik, spjallað og unnið handavinnu. Umfjöllunarefnin á kynningum þessara kvölda eru fjölbreytt eins og dagskrá haustsins ber með sér. Fyrsta handverkskaffi haustsins er miðvikudagskvöldið 2. september. Yfirskrift kvöldsins er Flækjur og fínerí – prjónamenning á vefnum. Ragnheiður Eiríksdóttir mun leiða gesti um prjónamenningu á veraldarvefnum, en þar er að finna ótæmandi hugmynda- og upplýsingabrunn fyrir prjónara. Myndir, leiðbeiningar, prjónaspjall, sýnikennsla og uppskriftir eru meðal þess sem þar má finna. Ragnheiður, eða Ragga, er mikil prjónakona, og er annar tveggja höfunda bókarinnar Prjóniprjón og virkur vefnotandi. Kjörorð hennar eru: "Prjón, frelsi, hamingja"

Í október mun Darren Foreman kynna henna húðskreytilist. Henna er tímabundið húðflúr sem á sér aldalanga hefð í austrænni menningu og tengist sérstaklega brúðkaupum. Skreytilistin tengist upprunalega ýmiskonar hátíðarhöldum, sérstaklega brúðkaupum og skreytingu brúðarinnar. Kynningin er hluti af verkefninu Húmor og Amor á vegum menningarstofnanna Reykjavíkurborgar. Í nóvember sýnir Björn Finnsson pappírslistina Origami. Bréfbrot eða origami er ævaforn japönsk listgrein sem felst í að búa til skrautmuni með því einu að brjóta saman pappír. Í desember verður síðan jólastemmning yfir handverkskaffinu en þá mun Guðrún Sigríður Ágústsdóttir búa til nokkrar einfaldar gerðir jólakonfekts fyrir gesti. Sirrý leggur áherslu á skemmtilegar og einfaldar uppskriftir sem henta allri fjölskyldunni.

Handverkskaffið hóf göngu sína haustið 2008 og naut það mikilla vinsælda síðastliðinn vetur.

Handverkskvöldin hefjast kl. 20 og standa til kl. 22, aðgangur er ókeypis.

 

Sjá www.gerduberg.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband