Leita í fréttum mbl.is

Þá er að taka höndum saman

gudrun-jonsdottir-border.jpgReykjavíkurborg birti á dögunum hvatningu til borgarbúa um að taka höndum saman við að hreinsa til í borginni eftir veturinn. Íbúar í Arahólum 2 í Breiðholti tóku áskorun borgarinnar með bros á vör og hafa tekið að sér að snyrta nærumhverfi sitt með því að tína rusl og snyrta tré og runna.

„Með þessu framtaki viljum við sjá til þess að umgengni sé góð og snyrtimennska og virðing fyrir umhverfinu sé í heiðri höfð,“ segir Guðrún Jónsdóttir, íbúi í Arahólum. „Þessi vitundarvakning okkar hófst með átakinu Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík en þá létu borgaryfirvöld okkur í té áhöld sem auðvelda þessa vinnu. Við hreinsunina gerum við ekki greinarmun á sameiginlegu landi borgarbúa og einkalóðum. Ég hef til að mynda tekið að mér svæði við Stekkjarbakka og Vesturhóla þar sem mikill fjöldi gangandi vegfarenda á leið um. Eftir að upplýsingaskilti voru sett upp á staðnum hefur hann orðið vinsæll áningastaður ferðamanna og æ algengara er að rútur eigi þarna leið um. Ferðamenn koma hingað til að virða fyrir sér útsýnið sem er afar fallegt á þessum stað.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband