Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnaður fundur með stjórnmálamönnum


ibb_frambj_img_1711_833594.jpgÍbúasamtökin Betra Breiðholt héldu stjórnmálafund með áherslu á Breiðholtið í sal Breiðholtsskóla fimmtudaginn 16. apríl.

Á fundinn mætti einn frá hverju stjórnmálaafli eða Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokk, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrir Samfylkinguna, Jakobína Ólafsdóttir fyrir Frjálslindaflokkinn, Birgitta Jónsdóttir fyrir Borgarahreyfinguna, Lilja Mósesdóttir fyrir Vinstri Græna og Einar Skúlason, Framsóknarflokki.

Jafnframt mætti í seinna fallinu Guðrún María Óskarsdóttir fyrir Lýðræðishreyfinguna. Hver fulltrúi fékk 5 mínútur til að koma helstu stefnumálum sínum á framfæri og síðan voru pallborðsumræður þar sem Breiðhyltingar gátu spurt frambjóðendur spurninga um það sem þeim lá á hjarta.

Það spunnust upp fjörugar umræður og fundurinn hefði getað staðið fram undir miðnætti þar sem nægar voru fyrirspurnirnar. 

Auk umræðu um Breiðholtið, aðstæður í hverfinu í dag og framtíðarskipulag voru fleiri þjóðfélagsleg hitamál í brennidepli og má þar helst nefna hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það sem brann þó ekki hvað síst á gestum fundarins var hvernig gera mætti Breiðholtið að enn betra og fallegra hverfi.  Fá hverfi geta t.d. státað sig af svo fallegu útsýni eins og fá má frá húsum úr efri hverfum Breiðholtsins. Í staðsetning sem þessari liggja sannarlega verðmæti.

Íbúasamtökin vilja þakka kærlega fyrir framlag þeirra sem að fundinum stóðu. Bestu þakkir fyrir að fá lánaðan salinn í Breiðholtsskóla og þakkir eru einnig færðar fundarstjóranum en hann var Þorsteinn Hjartarson hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. 

Íbúasamtökin Betra Breiðholt vilja hvetja íbúa Breiðholts til að láta í sér heyra t.d.  hvað þeim finnst að betur mætti fara í hverfinu. Íbúasamtökin halda uppi virkri bloggsíðu hér á blog.is og einnig á Facebook: Íbúasamtökin Betra Breiðholt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband