Leita í fréttum mbl.is

Fullur salur í Breiðholtsskóla í gærkvöldi

Það var mikil aðsókn á fundinn í Breiðholtsskóla í gærkvöldi en hann fjallaði um  hvernig við getum kennt börnum okkar að varast kynferðisafbrotamönnum. Fyrir þessum viðburði stóð foreldrafélag skólans.

Lögreglan reið á vaðið og fór yfir sínar vinnureglur. Hún hvatti fólk til að hafa samband yrði það vart við einhvern einstakling í hverfinu sem viðhefði grunsamlegt athæfi.

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði fór yfir með hvaða hætti skólinn og foreldrar gætu sameinast um að ræða við börnin um þessi mál. Einnig að þau börn sem ekki hefðu fengið næga og viðeigandi fræðslu væru í hvað mestri áhættu. Farið var yfir hver væru helstu grunnhugtök fræðslunnar og hvaða lesefni væri fáanlegt. Forvarnir af þessum toga sem byrja snemma gera börnin hæfari í að lesa umhverfið, meta aðstæður og greina muninn á atferli sem telst rétt og eðlilegt og hvenær það er ósiðlegt og ólöglegt.

 Fundinum lauk með því að Sigríður Björnsdóttir frá samtökunum Blátt Áfram sagði gestum frá sinni reynslu en hún var um árabil þolandi kynferðislegs ofbeldis á heimili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband