Leita í fréttum mbl.is

Fundur í Breiðholtsskóla í kvöld

Hvernig verndum við börnin fyrir kynferðislegu ofbeldi?

Fræðslufundur  í sal Breiðholtsskóla þriðjudagskvöldið 27. janúar kl. 19.30.

Í samfélaginu leynast víða hættur, sumar þeirra eigum við auðvelt með að fræða börnin okkar um - eins og til dæmis umferðina - en aðrar eru flóknari.  Hættan á kynferðislegu ofbeldi er staðreynd sem við vitum oft á tíðum ekki hvernig best er að nálgast.

Foreldra- og kennarafélag Breiðholtsskóla efnir til fræðslufundar nk. þriðjudagskvöld  þar sem fyrirlesarar munu ræða hvernig við kennum börnum að þekkja mörkin, hvernig foreldrar tala við börn um kynferðislegt ofbeldi og ábyrgð annarra í umhverfi barna og samfélagsins.

Fyrirlesarar fundarins eru:

            -Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, sjá nánar á http://kolbrun.ws/

            -Sigríður Björnsdóttir frá samtökunum Blátt áfram, sjá nánar á 
www.blattafram.is

            -Fulltrúi frá hverfislögreglu

Forvarnir eru sterkasta vopnið og þær snúast um fræðslu. 

Stjórn FOK

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband