Leita í fréttum mbl.is

Fundargerð aðalfundar ÍBB 2008

 

Aðalfundur Íbúasamtaka
Betra Breiðholt

haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 20. nóvember 2008

Fundargerð

Helgi Kristófersson formaður ÍBB setti fundinn. Þorsteinn Hjartarson framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts var kosinn fundarstjóri og tók við fundarstjórn.

1.   Skýrsla stjórnar
Helgi Kristófersson las upp skýrslu stjórnar ÍBB.
Athugasemdir við skýrslu stjórnar:
Birna vildi gera athugasemd í tengslum við auglýsingu á Breiðholtshátíðinni. Hún vildi koma því á framfæri að sér hafi fundist hátíðin illa auglýst.
Brynjar vildi koma því á framfæri að það væri ekki góð hugmynd að byggja bílstæðihús við fjölbrautarskólann og sundlaugina.

2.   Reikningar lagðir fram
Magnús Gunnarsson lagði fram reikninga.
Athugasemdir við reikninga:
Þorkell tók til máls og útskýrði að lögum ÍBB hafi verið breytt á síðasta aðalfundi, breytingin varðaði 5. grein um aðalfund og í framhaldi að þeirri breytingu var gerð breyting á 7. grein um fjármál.  Þessar breytingar varða tímabil aðalfundar og reikningsárið. Sökum þessa er tímabil sem nú um ræðir í reikningum lengra en venjulega.

Kamilla spyr hvor um sé að ræða fast framlag frá Reykjavíkurborg.
Helgi svarar því til að hann vonar það. Hún leggur einnig til að fé samtakana ÍBB verði sett inn á innlánsreikning með hærri vöxtum.

Helgi svaraði því að hann hefði verið búinn að stofna sjóð 9 reikning í Glitni fyrir nokkru en hefði verið hikandi við að leggja inn á þann reikning og síðar kom í ljós að það var eins gott því annars hefðu þessir peningar rýrnað eins og ljóst er orðið.
Reikningar bornir upp og þeir samþykktir.

3.   Kosning nýrrar stjórnar
Eftirtaldir voru kosnir í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 2006.
Helgi Kristófersson
Bogi Arnar Finnbogason

Elísabet Júlíusdóttir
Gunnar H. Gunnarsson

Tillaga um aðalmenn til tveggja ára frá 2008-2010:
Helgi Kristófersson
Gunnar H. Gunnarsson
Sigurður Ágúst Sigurðsson
Falasteen Abu Libdeh

Auk þess tillaga um Rut Káradóttur, Önnu Sif Jónsdóttur og Bergljótu Rist.
Kosnir voru 4 af 7 sem gáfu kost á sér, 24 greiddu atkvæði, auðir og ógildir seðlar voru þrír.

Eftirtaldir voru kosnir:
Helgi Kristófersson
Rut Káradóttir

Anna Sif Jónsdóttir
Falasteen Abu Libdeh

Eftirtaldir voru kosnir í stjórn til tveggja ára á aðalfundi 2007.
Þorkell Ragnarsson
Magnús Gunnarsson
Kolbrún Baldursdóttir

Stjórn árið 2008-2009 er eftirfarandi:
Anna Sif Jónsdóttir
Falasteen Abu Libdeh
Helgi Kristóferson
Kolbrún Baldursdóttir
Rut Káradóttir
Magnús Gunnarsson

Þorkell Ragnarsson

Tillaga um varamenn í stjórn 2008
Hafsteinn Valsson 
Gunnar H. Gunnarsson
Bergljót Rist  

Skoðunarmenn reikninga
Ricardo Villalobos
Samþykkt samhljóða.

4.   Önnur mál.
Gestir fundarins.
Kjartan Magnússon formaður, íþrótta- og tómstundarráðs og formaður Menntaráðs fjallaði um skólastarf í Breiðholti, framkvæmdir við grunnskóla og fleiri verkefni sem eru á döfinni hjá borgarstjórn.
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Fellaskóla fræddi fundargesti um skólastarfið í Fellaskóla.
Ýmsir tóku til máls og komu með góðar ábendingar.
Meðal þeirra sem komu með ábendingar eða lýstu viðhorfum sínum voru:

Helgi K
Jónas E.
Sigurlaug I.
Gunnar Þ.
Þorkell R
Jóna B. Sætran

Kolbrún B.
Magnús G
Kristinn Breiðfjörð
Kjartan M. (svarar fyrirspurnum sem beint var til hans).

Ábendingar:
-Ábendingar varðandi skólalóðir t.d. í Breiðholtsskóla-Gönguljós við Arnarbakka
-Sparkvöll í Stekkjum-slökunarnámskeið og jóga fyrir börn í grunnskólum -Breiðholtsbústaðurinn, hægt að láta hóp vinnuskólans og eldri borgara að vinna að verkefni í kringum hann.
-Merkja eigi Breiðholtsbæinn

-Að varast að allir stjórnarmenn ÍBB komi úr sömu hverfum, hafa stjórnarmenn dreifða um Breiðholtið
-Búa til hjálparkerfi, viðtöl, styrkingu í Breiðholtinu með fagfólki sem búsett er í Breiðholti
-Gatnamótin Breiðholt – Bústaðarvegur. Fyrir liggur samþykkt fyrir 800 milljónir, spurt er hvort ekki eigi að nota hana
-Slökkvistöðin, vantar upplýsingar, nóg af lóðum annars staðar, vantar útfærslu á skipulagi.

Þorkell Ragnarsson lagði til að eftirfarandi ályktun yrði samþykkt:
Aðalfundur ÍBB haldinn í Gerðubergi 20. nóv. 2008 fagnar því að framkvæmdir eru hafnar við skóla og skólalóðir í Breiðholti en fundurinn skorar jafnframt á að borgaryfirvöld haldi áfram og klári framkvæmdir við skólalóðir og sérstaklega Breiðholtsskóla þar sem ástandið er algerlega óviðunandi.

Samþykkt samhljóða.

Þorsteinn Hjartarson fundarstjóri sleit fundi kl:22.07 

Fundarritari:
Kolbrún Baldursdótt
ir.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband