10.9.2008 | 12:00
Breiðhyltingar bregða á leik 15-20 september
Breiðholtshátíðin sem er menningar- og fjölskylduhátíð Breiðholts hefst mánudaginn 15. september með metnaðarfullri dagskrá víðs vegar í Breiðholtinu. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands heiðrar Breiðhyltinga með nærveru sinni fyrsta dag hátíðarinnar.
Forsetinn setur hátíðina með formlegum hætti á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Félagsmiðstöðinni Árskógum 4 kl. 14:00. Við setninguna verður opnuð málverkasýning heyrnarlausra myndlistarmanna. Sögurútan fer um hverfið kl. 17:00.
Hátíðin nær hápunkti sínum á hátíðarsamkomu sem haldin verður í Íþróttahúsinu Austurbergi á sjálfan Breiðholtsdaginn 20. september þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri mun ávarpa samkomuna og afhenda heiðursviðurkenningarskjöl.
Breiðholtið hefur á að skipa gríðarlega margbrotnu mannlífi. Margbreytileikinn sést m.a. á því hversu margar fjölskyldur af ólíkum uppruna búa í Breiðholti. Kjarni hátíðarinnar er að íbúar hverfisins fái tækifæri til að kynnast nágrönnum sínum og að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í Breiðholti eigi þess kost að kynna íbúum starfssemi sína. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði fyrir öll aldurskeið. Lögð er áhersla á að sem flestir taki þátt og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Breiðhyltingar bjóða Alþjóðahús velkomið í hverfið sem opnar með viðhöfn þriðjudaginn 16. september kl. 17. Með tilkomu Alþjóðahúss í Breiðholtið skapast tækifæri til að auka enn frekar fjölmenningarleg samskipti í Breiðholti. Fyrr um daginn verður opnuð sýning á myndum ljósmyndasamkeppni sem haldin var í Breiðholti í sumar. Myndefnið var mannlíf og umhverfi í Breiðholti.
Leikskólabörn munu heimsækja Árbæjarsafn og eldri borgarar í Breiðholti fara í vinabæjarheimsókn til eldri borgara í Reykjanesbæ. Í göngugötunni í Mjódd verður haldin kynning á Námsflokkunum og einnig verður kökubasar og kynning á Kvenfélaginu Fjallkonunum í Hólagarði.
Í Breiðholti er fjölskyldan í fyrirrúmi. Málþing um málefni fjölskyldunnar verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á fimmtudeginum eftir hádegi. Fulltrúar frá öllum helstu stofnunum sem koma að málefnum fjölskyldunnar munu halda fyrirlestra.
Eldri borgarar og grunnskólabörn eru með ýmis dans,- og söngatriði á takteinum að ónefndu pottakaffi í Breiðholtslaug alla morgna vikunnar. Foreldrar í Breiðholti munu treysta böndin á foreldramorgni í Breiðholtskirkju á föstudeginum og ekki má gleyma að minna á prjónakaffið með góðum gesti hjá Félagsstarfi Gerðubergs einnig á föstudeginum.
Skipulagðar göngur eru fyrirhugaðar; Seljaganga með Guðrúnu Jónsdóttur, arkitekt og bókmenntaganga Borgarbókasafnsins. Kaffihúsið í Miðbergi býður göngugörpum í kaffi að lokinni göngu.
Kórar, söng,- og danshópar láta til sín taka í hátíðarvikunni. Vinabandið lætur sig ekki vanta og mun m.a. spila og syngja í Fríðuhúsi.
Á hátíðarsamkomunni munu unglingar úr Breiðholtsskóla sýna atriði úr Grease og ÍR danshópurinn taka sporið.Fjölmargar samveru,- og kyrrðarstundir sem og guðþjónustur og fyrirbænastundir verða haldnar í kirkjum Breiðholts þessa viku. Samkomuhald verður t.d. í Seljaskóla í umsjón barnastarfs Miðbergs. Messa verður í Maríukirkjunni við Raufarsel alla virka daga og ensk messa verður haldin í Maríukirkjunni á laugardeginum.
Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) mun ekki láta sitt eftir liggja. Á laugardeginum munu deildir ÍR kynna starfsemi sína. Hoppukastali verður á staðnum, boðið verður til grillveislu og unglingaráð knattspyrnudeildarinnar blæs til uppskerufagnaðar svo fátt eitt sé nefnt.
Hér er einungis birt brot af þeirri viðamiklu dagskrá sem sett hefur verið saman í tilefni Breiðholtsdaga 2008. Breiðhyltingar eru hvattir til að fjölmenna á sem flesta viðburði og samverustundir sem haldnar eru víðs vegar í Breiðholti þessa viku. Samhugur og samvera íbúanna er merki um hversu stoltir Breiðhyltingar eru af hverfinu sínu og hversu umhugað þeim er að gæða í það enn fjölbreyttara lífi og hlúa að ímynd þess og íbúum.
Bregðum á leik í Breiðholti vikuna 15-20 september 2008.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
- annakr
- aslaugfridriks
- bjorkv
- brandarar
- bryndisisfold
- bustadahverfi
- dofri
- doggpals
- don
- gurrihar
- hlidar
- ingabesta
- ipanama
- jorunnfrimannsdottir
- kalli
- kolbrunb
- laugardalur
- margretsverris
- morgunbladid
- mussi
- neytendatalsmadur
- nonniblogg
- otti
- reynsla
- sigurdurkari
- soley
- thorbjorghelga
- unnurfridriks
- varmarsamtokin
- vefritid
- arro
- lydveldi
- baldvinj
- haaleitinordur
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- gattin
- lillo
- gretarmar
- hallarut
- hallurmagg
- harhar33
- ingabaldurs
- larahanna
- altice
- paul
- roslin
- salvor
- sigsaem
- stebbifr
- valgeirskagfjord
- thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
Athugasemdir
Komið þið sæl
Vonast til að sjá ykkur við opnun sýningar minnar í Gerðubergi föstudaginn 12. sept. kl. 4.
Sýningin stendur til 2. nóv.
Kær kveðja
Guðný Svava StrandbergSvava frá Strandbergi , 10.9.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.