Leita í fréttum mbl.is

Sameinumst og sýnum í orði og verki hversu vænt okkur þykir um hverfið okkar

Breiðholtsvikan og Breiðholtsdagurinn. 

Hátíðarvikan hefst 15. september og lýkur með hátíðardagskrá um allt hverfið hinn 20. september.  Í Breiðholtinu finnst margbrotið mannlíf og er Breiðholtsdagurinn hugsaður til að íbúar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geti kynnst hvert öðru þegar allir þessir aðilar fylkja liði og fjölmenna á fjölbreytta viðburði sem nú eru í undirbúningi víðs vegar um hverfið.

Dagskrá vikunnar verður æði fjölbreytt og leggja þar margir hönd á plóg.  Listviðburðir, kynningar, skipulagðar göngur og hlaup er einungis brot af því sem í boði verður.
Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og bera þróun og vöxt þess fyrir brjósti. Þeim er umhugað að hlúa að ímynd hverfisins og vilja í þeim tilgangi stilla saman strengi sín og sýna í orði og verki hverju sameiginlegur hugur getur áorkað. 

Breiðhyltingar, sameinumst öll sem eitt og hyllum hverfið okkar á Breiðholtsdaginn 20. september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband