13.3.2008 | 21:26
1, 2 og Breiðholt
1, 2 og Reykjavík eða 1, 2 og Breiðholt eins og við íbúar í Breiðholti viljum segja (http://12og.reykjavik.is/Frontpage.aspx) er nýr vefur á vegum Reykjavíkurborgar sem gefur íbúum Reykjavíkur færi á að koma með ábendingar um eitt og annað sem betur mætti fara í hverfum borgarinnar. Vefurinn er eins konar gagnabanki ábendinga er varða hverfi Reykjavíkurborgar.
Kynning á vefnum fór fram á fundi í Þjónustumiðstöðvar Breiðholts í Mjódd í dag 13. mars kl. 3. Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvarinnar kynnti vefinn og sýndi gestum fundarins hvernig hann væri notaður.
Verkefni 1, 2 og Reykjavík er hugsað þannig að allir þeir sem hafa áhuga á að bæta hverfið sitt eru hvattir til að láta til sín taka með því að fara inn á ábendingarvefinn og skrá ábendingu eða taka afstöðu til ábendinga sem þegar hafa verið skráðar.
Margir Breiðhyltingar eru þeirrar skoðunar að eitt og annað, smátt sem stórt hafi orðið út undan í viðhaldi í gegnum árin. Á fundinum kom t.d. fram hinn mikli bílastæðavandi í Mjóddinni sem hefur áhrif á að minni eftirspurn er eftir verslunarhúsnæði í verslunarmiðstöðinni.
Rætt var um slæmt ástand í kringum ÍR svæðið en þar skortir t.d. lýsingu á vetrum. Göngustígar í neðra Breiðholti eru úr sér gengnir og sama má segja um suma göngustíga í efra Breiðholti. Tekið var dæmi um veggjakort sem víða má sjá svo ekki sé minnst á skólalóð Seljaskóla en hún er engan veginn boðleg börnum né örugg þar sem akstur er mögulegur á lóðinni og í kringum skólann.
Svona mætti lengi telja. Íbúasamtökin Betra Breiðholt hvetur íbúa Breiðholts að fara inn á ábendingavefinn, velja Breiðholt og koma með ábendingar sem brenna á. Hér er um að ræða gott tækifæri sem enginn ábyrgur íbúi þarf að láta fram hjá sér fara.
Borgarstjórn hefur sagt að allar ábendingar verði skoðaðar, flokkaðar og þeim svarað innan ákveðins tíma. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að tölvu er hægt að senda inn efni/ábendingar beint á Stýrihóp 1, 2 og Breiðholt, Álfabakka 12, 109 Reykjavík. Einnig er hægt að hringja í Þjónustumiðstöðina og biðja starfsmenn hennar að koma ábendingum áleiðis. Afar mikilvægt er að allir geti nýtt þetta tækifæri til að láta rödd sína heyrast.
Þann 12. apríl næstkomandi gefst íbúum kostur á að skoða innsendar hugmyndir/ábendingar, taka þátt í umræðum um þær og forgangsröðun. Borgarstjóri mun ávarpa fundinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
- annakr
- aslaugfridriks
- bjorkv
- brandarar
- bryndisisfold
- bustadahverfi
- dofri
- doggpals
- don
- gurrihar
- hlidar
- ingabesta
- ipanama
- jorunnfrimannsdottir
- kalli
- kolbrunb
- laugardalur
- margretsverris
- morgunbladid
- mussi
- neytendatalsmadur
- nonniblogg
- otti
- reynsla
- sigurdurkari
- soley
- thorbjorghelga
- unnurfridriks
- varmarsamtokin
- vefritid
- arro
- lydveldi
- baldvinj
- haaleitinordur
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- gattin
- lillo
- gretarmar
- hallarut
- hallurmagg
- harhar33
- ingabaldurs
- larahanna
- altice
- paul
- roslin
- salvor
- sigsaem
- stebbifr
- valgeirskagfjord
- thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
32 dagar til jóla
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.