Leita í fréttum mbl.is

Mislæg gatna mót á Bústaðaveg (Breiðholtsblaðið des 2007)

Stjórn íbúasamtakanna Betra Breiðholts telur að endurhanna
verði þau mislægu gatnamót sem gert var ráð fyrir að byggja á mótum
Bústaðavegar og Reykjanesbrautar og bjóða framkvæmd þeirra síðan
út hið fyrsta. Stjórnin telur að færa eigi gatnamótin aðeins í vestur frá
núverandi stað því að með þeirri tilfærslu megi komast hjá því að skerða
grænu svæðin í Elliðaárdal. Þetta kom m.a. fram á blaðamanna fundi
sem samtökin efndu til sl. föstudag. Íbúasamtökin Betra Breiðholt
hafa lengi haft gerð þessara mislægu gatnamóta á stefnuskrá sinni en hafa
nú ákveðið að herða baráttuna fyrir þessari framkvæmd. Rökin fyrir því
eru einkum þau að ljósastýrð umferð af Bústaðavegiinn á Reykjanesbraut
tefji mjög umferð um Reykjanesbrautina og lengi ferðatíma íbúa Breiðholtsins
verulega. Dæmi um óþarf legalangan ferða tíma megi nefna að allt
að 30 mínútur geti tekið að fara frá Breiðholtinu niður í Kvos í miðborginni
á annatímum kvölds og morgna og ástandið fari stöðugt versnandi. Í
tilefni af umferðaviku tók stjórn íbúasamtakanna ákvörðun um að skora á
borgarráð og borgar stjórn að bjóða út gerðmis lægra gatna móta en í
september sl. hafi stjórnarmönn um Betra Breiðholts borist til eyrna að
ekki væri útlit fyrir að ráðist yrði í gerð þeirra í bráð. Á fundi stjórnar
Betra Breiðholts með fréttamönnum kom einnig fram að gerð mislægra
gatnamóta á þess um stað myndi draga verulega úr umferðarslysum.
Aftanákeyrslum hafi fjölgað umtalsvert á þess um gatnamótum sem og
lausagangur bifreiða sem standi við rauð ljós valdi umtalsverðri mengun.
Þá hafi hluti Reykjanesbrautar sunnan Breiðholts verið breikkaður og
valdi það ásamt stóraukinni atvinnustarfsemi í austan verðum Kópavogi
og í Garðabæ vaxandi umferð um nyrðri hluta Reykjanes brautar sem
bitni verulega á íbúum Breiðholtsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband