Leita í fréttum mbl.is

Talið að umferð um Réttarholtsveg aukist um 10%

Föstudaginn 18. janúar, 2008 - Innlendar fréttir

Eftir Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

HUGSANLEGA verður vinstri beygju af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut lokað í vor og lokið við mótvægisaðgerðir á Réttarholtsvegi í lok ársins, að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, formanns umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir ennfremur, að talið sé að lokun vinstri beygjunnar auki umferðina um Réttarholtsveg frá Bústaðavegi um að minnsta kosti 10%.

Á fjárhagsáætlun 2008

Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2008 er gert ráð fyrir framkvæmdum við að loka vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut og fara í mótvægisaðgerðir við Réttarholtsveg.

Þorleifur segir að mótvægisaðgerðirnar feli í sér að gangandi umferð verði í göngum undir Réttarholtsveginum á móts við Réttarholtsskólann en eins sé í athugun að setja bílaumferðina í stokk og gangbrautir fyrir ofan.

Skiptar skoðanir

Vegagerðin lagði fram tvær tillögur um mislæg gatnamót á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Í báðum var gert ráð fyrir að ekki væri hægt að beygja til vinstri af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut. Borgarráð hafnaði tillögunum sem og stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis. Í yfirlýsingu íbúasamtakanna í byrjun desember sl. kom fram að mislæg gatnamót myndu hafa í för með sér mikla aukningu umferðar um Bústaðaveg, sem myndi kljúfa hverfið endanlega í sundur og myndi auk þess auka slysahættu þar og við Réttarholtsveg.

Stjórn íbúasamtakanna Betra Breiðholts (ÍBB) skoraði á borgaryfirvöld að láta endurhanna tillögurnar. „Þessi gatnamót eru fjármögnuð af ríkinu og hefur fjárveiting upp á 600 milljónir króna verið eyrnamerkt í þetta verkefni á samgönguáætlun ríkisins fyrir árið 2008. Við óttumst að verði ekki farið í framkvæmdina á næsta ári falli fjárveitingin niður,“ var haft eftir Helga Kristóferssyni, formanni ÍBB, í Morgunblaðinu 2. desember sl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband