20.1.2008 | 21:41
Talið að umferð um Réttarholtsveg aukist um 10%
steinthor@mbl.is
HUGSANLEGA verður vinstri beygju af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut lokað í vor og lokið við mótvægisaðgerðir á Réttarholtsvegi í lok ársins, að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, formanns umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir ennfremur, að talið sé að lokun vinstri beygjunnar auki umferðina um Réttarholtsveg frá Bústaðavegi um að minnsta kosti 10%.
Á fjárhagsáætlun 2008
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2008 er gert ráð fyrir framkvæmdum við að loka vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut og fara í mótvægisaðgerðir við Réttarholtsveg.Þorleifur segir að mótvægisaðgerðirnar feli í sér að gangandi umferð verði í göngum undir Réttarholtsveginum á móts við Réttarholtsskólann en eins sé í athugun að setja bílaumferðina í stokk og gangbrautir fyrir ofan.
Skiptar skoðanir
Vegagerðin lagði fram tvær tillögur um mislæg gatnamót á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Í báðum var gert ráð fyrir að ekki væri hægt að beygja til vinstri af Bústaðavegi norður Reykjanesbraut. Borgarráð hafnaði tillögunum sem og stjórn íbúasamtaka Bústaðahverfis. Í yfirlýsingu íbúasamtakanna í byrjun desember sl. kom fram að mislæg gatnamót myndu hafa í för með sér mikla aukningu umferðar um Bústaðaveg, sem myndi kljúfa hverfið endanlega í sundur og myndi auk þess auka slysahættu þar og við Réttarholtsveg.Stjórn íbúasamtakanna Betra Breiðholts (ÍBB) skoraði á borgaryfirvöld að láta endurhanna tillögurnar. Þessi gatnamót eru fjármögnuð af ríkinu og hefur fjárveiting upp á 600 milljónir króna verið eyrnamerkt í þetta verkefni á samgönguáætlun ríkisins fyrir árið 2008. Við óttumst að verði ekki farið í framkvæmdina á næsta ári falli fjárveitingin niður, var haft eftir Helga Kristóferssyni, formanni ÍBB, í Morgunblaðinu 2. desember sl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
-
annakr
-
aslaugfridriks
-
bjorkv
-
brandarar
-
bryndisisfold
-
bustadahverfi
-
dofri
-
doggpals
-
don
-
gurrihar
-
hlidar
-
ingabesta
-
ipanama
-
jorunnfrimannsdottir
-
kalli
-
kolbrunb
-
laugardalur
-
margretsverris
-
morgunbladid
-
mussi
-
neytendatalsmadur
-
nonniblogg
-
otti
-
reynsla
-
sigurdurkari
-
soley
-
thorbjorghelga
-
unnurfridriks
-
varmarsamtokin
-
vefritid
-
arro
-
lydveldi
-
baldvinj
-
haaleitinordur
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
dullur
-
gattin
-
lillo
-
gretarmar
-
hallarut
-
hallurmagg
-
harhar33
-
ingabaldurs
-
larahanna
-
altice
-
paul
-
roslin
-
salvor
-
sigsaem
-
stebbifr
-
valgeirskagfjord
-
thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
252 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Þjóðaröryggi Íslands fórnað fyrir stríðshagsmuni Evrópu ...
- Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
- Heilagir hundar, perlur og svín
- Sérstakt hjá Þorgerði
- Einhverfufaraldurinn
- UM ÁSTAND LEIGUBIFREIÐA.......
- Vegið að námsárangri
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Vinstri menn skilja ekki hvaðan fjármunirnir koma
- Fréttamaður á Ruv spyr ekki hvaða mannréttindi eru skert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.