Leita í fréttum mbl.is

Nánar um gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar

Eftir að hafa rætt formlega og óformlega við marga embættismenn virðist einna helst að orðið hafi gagnkvæmur misskilnigur milli annars vegar  borgarpólitíkusa og hins vegar borgarembættismanna um málið. Borgarpólitíkusar virðiast hafa skilið embættismennina þannig að ekki væri unnt að endurhanna þessi mislægu gatnamót þannig að hlífa mætti gjörsamlega græna svæðinu í Elliðárdal en borgarembættismenn skilið borgarpólitíkusana þannig að enginn vilji væri fyrir endurhönnun nema að gamótin yrðu áfram á plani (þ.e. umferðarljósagatnamót).

Nú lítur út fyrir, ef ekki verður breyting á borgarpólitíkinni á þessu máli að niður falli fjárveiting upp á 600 milljónir kr, sem búið var að eyrnarmerkja á samgönguáætlun ríkisins í þessi mislægu gatnamót 2008! Við í stjórn ÍBB höfum borið það undir nokkra verkfræðinga hvort ekki sé unnt að endurhanna mislægu gatnamót þessi, þannig  að hlífa megi  gjörsamlega græna svæðinu í Elliðárdal og eru þeir allir sammála því að það sé vel gerlegt með því að flytja gatnamótin um ca. 10 m. í átt að Bústaðarvegi.

Að þessum umsögnum verkfræðinganna fengnum leggjum við nú eindregið til við borgaryfirvöld að undinn verði bráður bugur að því að slík endurhönnun eigi sér stað og verkið síðan snarlega boðið út í beinu framhaldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Ég er einn af þeim sem býr í Breiðholtinu og ek því um Reykjanesbraut daglega. Það er óþolandi að bíða í bílaröð á milli kl. 1700 til 1830 á hverjum degi vegna skipulagsleysi í samgöngumálum. Allir spyrja afhverju er ekki búið að taka áhvörðun um úrbætur og jafnvel bjóða út vinnu við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar. Það er hægt að leysa þessi umferðarmál strax fyrir engan pening, með nokkrum aðgerðum.

1. Loka leiðum af Reykjanesbraut inn á Bústaðarveg ( beygjuljós til vinstri) Þannig að ekkert stoppar umferð um Reykjanesbraut og biðraðir heyra sögunni til. Kostnaður kr 0

2. Loka leiðum af Bústaðarveg inn á Reykjanesbraut ( beygjuljós til vinstri sem hleypa 4 bifreiðum yfir en stoppa 150 bifreiðar á leið í Breiðhollt, Kópavog, Garðarbæ, Hafnarfjörð og Reykjanes). Þeir sem ætla að fara um Bústaðarveg inn á Reykjanesbraut inn á Sæbraut eða Miklubraut fari um Réttarholltsveg um mislæg gatnamót við Sogaveg, og þaðan inn á Miklubraut. Kostnaður kr 0

3.Opna fyrir umferð á milli Reykjavíkur og Kópavogs um Blesugróf með tengingu við mislæg gatnamót við Stekkjarbakka.

Þeir sem ætla að fara af Reykjanesbraut inn á Bústaðarveg fari um brú við Stekkjarbakka inn í Blesugróf og þaðan inn á Bústaðarveg. Einnig þeir sem ætla fara um Bústaðarveg inn í Kópavog fari um Blesugróf. Allar vegalagnir eru til staðar en þarf að senda vörubíl með krana til fjarlægja steypta stöpla sem loka fyrir Blesugróf. Kostnaður ca kr. 12000

Reykjavík er ört stækkandi borg sem hefur þanist út vegna þess að mikil andstaða hefur verið við háreista byggð. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir og borgarbúar verða að gera sér grein fyrir því að það geta ekki allir farið stiðstu leið í vinnuna eða til ættingja og vina, eða eins og góður maður orðaði það svo skemmtilega

Ingvar, 3.12.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband