Leita í fréttum mbl.is

FRÉTTATILKYNNING



GÓÐUR FUNDUR MEÐ FRAMJÓÐENDUM

Íbúasamtökin Betra Breiðholt (ÍBB) héldu almennan íbúafund í Breiðholtsskóla sl. fimmtudag með frambjóðendum til Alþingis. Til umræðu voru málefni Breiðholts og nágrannasvæða með sérstaka áherslu á aukið öryggi í umferðinni, félagsmál, menntamál, öldrunarmál og samgöngumál.
Fram kom að nær 20% íbúa Reykjavíkur eru í Breiðholti. Við getum því haft veruleg áhrif á það hverjir fá umboð til landsstjórnar á næsta kjörtímabili.
Fundarmönnum gafst tækifæri til að leggja spurningar fyrir frambjóðendur sem þeir svöruðu skilmerkilega og af röggsemi.
Fundarmenn vöktu athygli á ýmsum brýnum málum, svo sem nauðsyn þess að stórbæta sérfræðiþjónustu við nemendur grunnskólum hverfisins, sem eru að stórum hluta af erlendu bergi brotnir, að ljúka við lagningu Stekkjarbakka, og að gera göngubrú yfir Breiðholtsbrautina hjá Select-verslun Skeljungs.
Frummælendur voru sammála um að opinbera bæri án tafar leyniskýrsluna um Reykjavíkurflugvöll.
*****
SPILAVÍTISÓVÆRAN
Breiðholtsbúar virðast ekki vera lausir við Gullnámuógnina þótt sigur hafi unnist í því máli í Mjóddinni. Nú hefur frést að þeir spilavítismenn hyggist hreiðra um sig með spilakassa í sjoppu með vínveitingaleyfi í Lóuhólum. Óværan er sem sagt enn á kreiki.





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband