19.3.2007 - - Fundur nr. 24 - Hverfisráð Breiðholts
Hverfisráð Breiðholts
Árið 2007, Mánudaginn 19. mars var haldinn 24. fundur Hverfisráðs Breiðholts.
Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöð Breiðholts við Álfabakka 12 og hófst
kl. 12:00. Viðstaddir voru Guðlaugur Sverrisson, formaður, Óttarr Guðlaugsson
og Stefán Jóhann Stefánsson. Auk þeirra sátu fundinn Egill Örn Jóhannesson
áheyrnarfulltrú frá Frjálslynda flokknum, Þóra Kemp starfandi framkvæmdastjóri
Þjónustumiðstöðvar Breiðholts (ÞB) og Þráinn Hafsteinsson frístundaráðgjafi sem
ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samkvæmt samþykkt síðasta hverfiráðsfundar verður haldinn opinn íbúafundur
Hverfisráðs Breiðholts þriðjudaginn 27. mars kl. 20:00 í Gerðubergi. Dagskrá
fundarins rædd og samþykkt, fundarstjóri ákveðinn og einnig hvernig staðið skal
að kynningu fundarins.
2. Þráinn kynnti starf vinnuhóps um samfellu í skóla- og frístundastarfi í
Breiðholti.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að farið er að vinna eftir tillögu sem
hann flutti 9.október 2006 um samfellu í skóla- og frístundastarfi nemenda í
Breiðholti.
Hverfisráð óskar bókað:
Hverfisráð Breiðholts fagnar þeirri vinnu sem hafin er um aukna samfellu í
skóla- og frístundastarfi í Breiðholti.
3. Þráinn lagði fram greinargerðir frá íþróttafélögunum ÍR, Leikni og Ægi um
hvernig félögin hyggjast auðvelda börnum og unglingum af erlendu bergi brotnu
að stunda íþróttir með viðkomandi félögum og nýta þar með þá fjármuni sem
hverfiráðið lagði þeim til á síðasta ári.
Hverfisráð óskar bókað:
Hverfisráð Breiðholts lýsir ánægju sinni með viðbrögð íþróttafélaganna og
fagleg vinnubrögð þeirra. Hverfisráðið hvetur borgarráð til að taka jákvætt í
umsókn frá íþróttafélögunum um að halda áfram starfinu samkvæmt tillögum
íþróttafélaganna sem samræmast markmiðum hverfiráðsins um eflingu
íþróttaþátttöku barna og unglinga af erlendu bergi brotnu.
- Egill Örn vék af fundi kl. 12:50
4. Rætt um fjárhagsstöðu hverfisráðsins.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur að greinilega hafi komið í ljós að sú ákvörðun
meirihlutans í borgarastjórn að færa allt meginfjármagn frá hverfisráðum til
borgararáðs hefur haft í för með sér að talsverða óvissu um starf hverfisráða
og dregið úr mætti þeirra til góðra verka.
5. Rætt um fundaform og rétt til setu á fundum Hverfisráðs Breiðholts.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar lagði fram að nýju eftirfarandi tillögu
ásamt greinargerð sem frestað var að taka afstöðu til á fundi hverfisráðs 22.
ágúst 2006:
Hverfisráð Breiðholts samþykkir að bjóða fulltrúa Íbúasamtakanna Betra
Breiðholt seturétt á fundum hverfisráðs Breiðholts, með málfrelsi og
tillögurétt.
Greinargerð:
Tillaga þessi er lögð fram í endurbættri mynd í ljósi þeirrar reynslu sem
fengist hefur á þeim tíma sem Hverfisráð Breiðholts hefur starfað á þessu
kjörtímabili. Á þeim tíma hafa ný og öflug samtök íbúa verið stofnuð,
Íbúasamtökin Betra Breiðholt, sem hafa sýnt að þau eru verðugur málsvari íbúa í
hverfinu og aflvaki jákvæðra framfara. Í öðrum hverfum hafa samtök af þessu
tagi átt fulltrúa í hverfisráðum, enda sameinast í þeim fjölmörg sjónarmið og
hagsmunir í hverfunum. Því er þessi tillaga lögð fram í svo breyttri mynd.
Frestað.
Guðlaugur og Óttarr fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Þar sem ekki hefur borist erindi frá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt um að
samtökin óski eftir að fulltrúi þeirra hafi seturétt á fundum Hverfisráðs
Breiðholts er ekki ástæða til að taka tillöguna fyrir.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
Það er ljóst að fulltrúar meirihlutans í hverfisráði vilja ekki fá
áheyrnarfulltrúa frá heildarsamtökum íbúa í hverfinu til setu á fundum ráðsins.
Þessi endurtekna frestun á að taka fyrir tillögu um að veita fulltrúa
hverfisbúa seturétt á fundum hverfisráð er í andstöðu við þau lýðræðisskref sem
stigin hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar. Þessi afstaða er reyndar af sama
meiði og sú samþykkt borgarstjórnar að taka fjármuni frá hverfisráðum, sem
einnig er skref aftur ábak á lýðræði innan hverfanna.
Guðlaugur og Óttarr fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Meirihluti Hverfisráðs Breiðholts telur að með því að leyfa fulltrúa
Íbúasamtakanna Betra Breiðholt af sitja fundi ráðsins með málfrelsi og
tillögurétt sé verið að mismuna öðrum grasrótarsamtökum er starfa innan
Breiðholtsins s.s. skátum, æskulýðsstarfi kirkjunnar, íþróttafélögum,
foreldrafélögum og foreldraráðum grunnskólanna, með því að bjóða þeim ekki sæti
á fundum ráðsins. Einnig telur meirihlutinn að brýnt sé að allir aðilar sem
telja sig eiga erindi við hverfisráðið hafi nú sem hingað til greiðan leið að
fulltrúum þess.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Það er sjálfsagt mál að hafa samráð við sem flest samtök. Íbúasamtökin Betra
Breiðholt eru hins vegar heildarsamtök fyrir íbúa í hverfinu. Minnt skal þó á
tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar frá 22. ágúst 2006 þar sem lagt var til að
þessi mál yrðu skoðuð mjög heildstætt. Meirihluti Sjálfstæðismanna og
Framsóknarmanna hefur hins vegar ekkert viljað sinna þessari tillögu til þessa.
Hverfisráð Breiðholts
Árið 2007, Mánudaginn 19. mars var haldinn 24. fundur Hverfisráðs Breiðholts.
Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöð Breiðholts við Álfabakka 12 og hófst
kl. 12:00. Viðstaddir voru Guðlaugur Sverrisson, formaður, Óttarr Guðlaugsson
og Stefán Jóhann Stefánsson. Auk þeirra sátu fundinn Egill Örn Jóhannesson
áheyrnarfulltrú frá Frjálslynda flokknum, Þóra Kemp starfandi framkvæmdastjóri
Þjónustumiðstöðvar Breiðholts (ÞB) og Þráinn Hafsteinsson frístundaráðgjafi sem
ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samkvæmt samþykkt síðasta hverfiráðsfundar verður haldinn opinn íbúafundur
Hverfisráðs Breiðholts þriðjudaginn 27. mars kl. 20:00 í Gerðubergi. Dagskrá
fundarins rædd og samþykkt, fundarstjóri ákveðinn og einnig hvernig staðið skal
að kynningu fundarins.
2. Þráinn kynnti starf vinnuhóps um samfellu í skóla- og frístundastarfi í
Breiðholti.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að farið er að vinna eftir tillögu sem
hann flutti 9.október 2006 um samfellu í skóla- og frístundastarfi nemenda í
Breiðholti.
Hverfisráð óskar bókað:
Hverfisráð Breiðholts fagnar þeirri vinnu sem hafin er um aukna samfellu í
skóla- og frístundastarfi í Breiðholti.
3. Þráinn lagði fram greinargerðir frá íþróttafélögunum ÍR, Leikni og Ægi um
hvernig félögin hyggjast auðvelda börnum og unglingum af erlendu bergi brotnu
að stunda íþróttir með viðkomandi félögum og nýta þar með þá fjármuni sem
hverfiráðið lagði þeim til á síðasta ári.
Hverfisráð óskar bókað:
Hverfisráð Breiðholts lýsir ánægju sinni með viðbrögð íþróttafélaganna og
fagleg vinnubrögð þeirra. Hverfisráðið hvetur borgarráð til að taka jákvætt í
umsókn frá íþróttafélögunum um að halda áfram starfinu samkvæmt tillögum
íþróttafélaganna sem samræmast markmiðum hverfiráðsins um eflingu
íþróttaþátttöku barna og unglinga af erlendu bergi brotnu.
- Egill Örn vék af fundi kl. 12:50
4. Rætt um fjárhagsstöðu hverfisráðsins.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur að greinilega hafi komið í ljós að sú ákvörðun
meirihlutans í borgarastjórn að færa allt meginfjármagn frá hverfisráðum til
borgararáðs hefur haft í för með sér að talsverða óvissu um starf hverfisráða
og dregið úr mætti þeirra til góðra verka.
5. Rætt um fundaform og rétt til setu á fundum Hverfisráðs Breiðholts.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar lagði fram að nýju eftirfarandi tillögu
ásamt greinargerð sem frestað var að taka afstöðu til á fundi hverfisráðs 22.
ágúst 2006:
Hverfisráð Breiðholts samþykkir að bjóða fulltrúa Íbúasamtakanna Betra
Breiðholt seturétt á fundum hverfisráðs Breiðholts, með málfrelsi og
tillögurétt.
Greinargerð:
Tillaga þessi er lögð fram í endurbættri mynd í ljósi þeirrar reynslu sem
fengist hefur á þeim tíma sem Hverfisráð Breiðholts hefur starfað á þessu
kjörtímabili. Á þeim tíma hafa ný og öflug samtök íbúa verið stofnuð,
Íbúasamtökin Betra Breiðholt, sem hafa sýnt að þau eru verðugur málsvari íbúa í
hverfinu og aflvaki jákvæðra framfara. Í öðrum hverfum hafa samtök af þessu
tagi átt fulltrúa í hverfisráðum, enda sameinast í þeim fjölmörg sjónarmið og
hagsmunir í hverfunum. Því er þessi tillaga lögð fram í svo breyttri mynd.
Frestað.
Guðlaugur og Óttarr fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Þar sem ekki hefur borist erindi frá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt um að
samtökin óski eftir að fulltrúi þeirra hafi seturétt á fundum Hverfisráðs
Breiðholts er ekki ástæða til að taka tillöguna fyrir.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
Það er ljóst að fulltrúar meirihlutans í hverfisráði vilja ekki fá
áheyrnarfulltrúa frá heildarsamtökum íbúa í hverfinu til setu á fundum ráðsins.
Þessi endurtekna frestun á að taka fyrir tillögu um að veita fulltrúa
hverfisbúa seturétt á fundum hverfisráð er í andstöðu við þau lýðræðisskref sem
stigin hafa verið í öðrum hverfum borgarinnar. Þessi afstaða er reyndar af sama
meiði og sú samþykkt borgarstjórnar að taka fjármuni frá hverfisráðum, sem
einnig er skref aftur ábak á lýðræði innan hverfanna.
Guðlaugur og Óttarr fulltrúar meirihlutans óska bókað:
Meirihluti Hverfisráðs Breiðholts telur að með því að leyfa fulltrúa
Íbúasamtakanna Betra Breiðholt af sitja fundi ráðsins með málfrelsi og
tillögurétt sé verið að mismuna öðrum grasrótarsamtökum er starfa innan
Breiðholtsins s.s. skátum, æskulýðsstarfi kirkjunnar, íþróttafélögum,
foreldrafélögum og foreldraráðum grunnskólanna, með því að bjóða þeim ekki sæti
á fundum ráðsins. Einnig telur meirihlutinn að brýnt sé að allir aðilar sem
telja sig eiga erindi við hverfisráðið hafi nú sem hingað til greiðan leið að
fulltrúum þess.
Stefán Jóhann fulltrúi Samfylkingar óskar bókað:
Það er sjálfsagt mál að hafa samráð við sem flest samtök. Íbúasamtökin Betra
Breiðholt eru hins vegar heildarsamtök fyrir íbúa í hverfinu. Minnt skal þó á
tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar frá 22. ágúst 2006 þar sem lagt var til að
þessi mál yrðu skoðuð mjög heildstætt. Meirihluti Sjálfstæðismanna og
Framsóknarmanna hefur hins vegar ekkert viljað sinna þessari tillögu til þessa.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Fundargerðir Hverfisráðs | 22.4.2007 | 23:00 (breytt kl. 23:05) | Facebook
Nýjustu færslur
- 16.12.2009 Metnaðarfullt ár framundan hjá Íbúasamtökunum Betra Breiðholt
- 19.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtakanna Betra Breiðholt 23. nóvember.
- 13.11.2009 Aðalfundur Íbúasamtaka Betra Breiðholt
- 19.10.2009 Breiðholtsdagar eru hafnir. Metnaðarfull dagskrá yfirfull af ...
- 18.10.2009 Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðh...
- 11.10.2009 Markaður í Mjódd í aðdraganda Breiðholtsdaga, laugardaginn 17...
- 5.10.2009 Geðgóður dagur í Mjóddinni á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10...
- 27.9.2009 Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi
- 7.9.2009 Handverkskaffi í Gerðubergi
- 7.9.2009 Breiðholtsdagar 19.- 25. október.
- 4.6.2009 Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Selja...
- 26.5.2009 Almennur borgarafundur um lögregluna í Breiðholti
- 24.5.2009 Fundir með götustjórum í Breiðholti
- 16.5.2009 Ósmekkleg og sennilega ólögleg auglýsing barst í fjölmörg hús...
- 15.5.2009 Iðandi líf í Breiðholti. Allir aldurshópar eru að gera eitthv...
Bloggvinir
- annakr
- aslaugfridriks
- bjorkv
- brandarar
- bryndisisfold
- bustadahverfi
- dofri
- doggpals
- don
- gurrihar
- hlidar
- ingabesta
- ipanama
- jorunnfrimannsdottir
- kalli
- kolbrunb
- laugardalur
- margretsverris
- morgunbladid
- mussi
- neytendatalsmadur
- nonniblogg
- otti
- reynsla
- sigurdurkari
- soley
- thorbjorghelga
- unnurfridriks
- varmarsamtokin
- vefritid
- arro
- lydveldi
- baldvinj
- haaleitinordur
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- gattin
- lillo
- gretarmar
- hallarut
- hallurmagg
- harhar33
- ingabaldurs
- larahanna
- altice
- paul
- roslin
- salvor
- sigsaem
- stebbifr
- valgeirskagfjord
- thorsaari
Eldri færslur
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
Tenglar
Stofnanir og félagasamtök í Breiðholti
Fyrirtæki sem styðja IBB
Reykjavíkurborg
- 1, 2 og Reykjavík Ábendingarvefur Reykjavíkurborgar
Íbúi með Reynslu
- Reynsla Reynslusögur úr lífinu
- Margbrotið mannlíf í Breiðholti Grein um ímynd Breiðholtsins birt í Breiðholtsblaðinu í apríl 2008
Greinar um Breiðholtið
336 dagar til jóla
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?