Leita í fréttum mbl.is

Sýnum aðgát þar sem börn eru nærri

Á þriðjudagsmorgun var ekið á barn fyrir framan Hólabrekkuskóla við Suðurhóla í Breiðholti. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er barnið ekki alvarlega slasað.

Ökumaðurinn ók á brott. Ekki reyndist þörf á að kalla eftir sjúkrabíl. Foreldrarnir fóru hins vegar sjálfir með barnið á slysadeild til skoðunar. Að sögn lögreglu er óvíst hvort ökumaðurinn, sem ekki er vitað hver er, hafi vitað að bifreiðin hafi farið utan í barnið. Málið er í rannsókn segir í frétt um atburðinn.

Enn er skammdegi mikið þótt tekið sé að birta eilítið. Þess vegna er brýnt að börnin séu með endurskinsmerki og þeim yngstu sé fylgt í skólann þegar veðrið er rysjótt og skyggni slæmt.

Stjórn ÍBB vill minna ökumenn á að virða 30 km hámarkshraða í hverfum og sýna aðgát við gangbrautir.

Hjálpumst að svo allir komist heilir frá vetrinum.

 


 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband