Leita í fréttum mbl.is

Stórkostlega vel heppnaður Markaður Íbúsasamtaka Betra Breiðholts í Mjóddinni

mark17102009011_923754.jpg Íbúasamtökin Betra Breiðholt stóðu fyrir markaði í göngugötunni í Mjódd í gær, laugardaginn 17. október.

Markaðurinn var hugsaður til að skapa vettvang fyrir íbúana til að hittast og selja eða gefa hluti sem þeir höfðu ekki not fyrir lengur. Fjölmargir komu með vörur og þátttaka var strax góð.

Rennt var nokkuð blint í sjóinn með hugmyndina en útkoman var sérlega ánægjuleg fyrir Íbúasamtökin og án efa fyrir alla þá fjölmörgu sem lögðu leið sína um göngugötu Mjóddarinnar þennan laugardag.

Mikið og fjölbreytt vöruúrval var á markaðnum. Meðal þess sem var á boðstólum voru nýjar vörur frá Múlalundi, nýtt íslenskt handverk, fatnaður af öllu tagi og plöntur og tré svo sem Gullregn og Gráelri. Ungar dömur léku á þverflautu skemmtilegt úrval laga.

Fyrst svo vel gekk er mikill vilji fyrir að endurtaka Markaðinn að ári. Íbúasamtökin Betra Breiðholt vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem að þessu komu.

Nú fara Breiðholtsdagar í hönd sem standa munu alla næstu viku með tilheyrandi uppákomum og sýningum. Markaðurinn í Mjóddinni í gær var góð upphitun. Óskandi er að Breiðhyltingar njóti Breiðholtsdagana og alls þess sem þeir hafa upp á að bjóða.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband