Leita í fréttum mbl.is

Íbúasamtök í Breiðholti tekin til starfa

Íbúasamtökin Betra Breiðholt voru stofnuð fimmtudaginn 28. september s.l. Um þrjátíu manns mættu á stofnfund samtakanna sem haldinn var í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Eftirtaldir voru kosnir í fyrstu stjórn íbúasamtakanna:

Helgi Kristófersson, Bogi Arnar Finnbogason, Elísabet Júlíusdóttir, Gunnar H. Gunnarsson, Magnús Gunnarsson, Elín Huld Hartmannsdóttir og Þorkell Ragnarsson. Varamenn í stjórn voru kosnir: Guðrún Elva Arinbjarnardóttir og Ingimundur Pétursson. Skoðunarmenn ársreikninga voru kosnir: Ricardo Villalobos og Gunnlaug Gissurardóttir.

Nýkjörin stjórn hefur þegar haldið tvo stjórnarfundi.

Á aðalfundinum voru lög samtakanna samþykkt og starfsáætlun fyrir fyrsta starfsárið. Starfsáætlunin fer hér á eftir:

Starfsáætlun fyrsta starfsárs ÍBB:

1.Fjölgun bílastæða þar sem þess er þörf í hverfinu. Með því eina móti telum við að unnt verði að venja bíleigendur af því að leggja bílum á grasbletti meðfram götum og spæna þá upp á vorin og haustin sem mikið lýti er að.

2. Fegrun skólalóða. Tæplega er hægt að ala upp virðingu skólabarna fyrir umhverfi sínu ef skólalóðir eru almennt nöturlega og óvistlegar.

3. Endurbætur á almenningssamgöngum í hverfinu, m.a. með því að bæta göngu- og reiðhjólastíga, svo og hafa reglulegar strætisvagnaferðir um hverfið, einkum á álagstímum, sem mættu gjarnan vera niðurgreiddar fyrir skólafólk allt að tvítugsaldri og ellilífeyrisþega.

4. Endurbætur varðandi umferðaröryggi.

5. Endurbætur á útivistarsvæðum og opnum svæðum


Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband