Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Betrumbætum Breiðholtið

Birtur hefur verið listi yfir stofnframkvæmdir í Breiðholti 2008.

Meðal þess sem stendur til að betrumbæta og endurbæta eru ýmsar lóðir í Breiðholti. Fyrri áfangi framkvæmda við lóð Hólabrekkuskóla er kominn á dagskrá og hönnun lóðar Fellaskóla sem og undirbúningur fyrir endurbætur á lóð við Hólaborg.

Fleiri stærri verkefni er á döfinni í tengslum við skóla og íþróttamannvirki í Breiðholti. Viðbygging ofan á vesturálmu skólans og endurskipulag á núverandi byggingu er þar á meðal. Í Ölduselsskóla verður viðbygging tekin í notkun í febrúar og breytingar á eldri byggingu fara fram í sumar.

Áætlað er að hefja á árinu framkvæmdir á viðbyggingu við leikskólann Seljakot.
Einnig er unnið að framkvæmdum við nýtt félagshús Leiknis. Verklok eru áætluð um næstu áramót.

Gott mál.
Betrumbætum Breiðholtið!

Breiðholtsdagurinn 2008

Undirbúningur Breiðholtsdagsins 2008 er hafinn og hefur undirbúningsnefndin hist einu sinni. Hugmyndir að dagskrá eru margbreytilegar enda mannlíf í Breiðholti margbrotið.
Hátíðarvikan hefst 15. september og lýkur með hátíðardagskrá um allt hverfið þann 20. september.
Framvinda undirbúningsins verður til umfjöllunar á síðunni eftir því sem nær dregur.

Ljósmyndasamkeppni í Breiðholti

Nú er tækifærið. Allir þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun gefst nú tækifæri til að taka þátt í ljósmyndasamkeppni meðal íbúa í Breiðholti. Ljósmyndasamkeppnin fer fram 15. júlí til 15. ágúst. Myndefnið er mannlíf og umhverfi í Breiðholti.

Hver þátttakandi má senda inn þrjár myndir á stafrænu formi eða á pappír. Heiti myndar ásamt nafni og símanúmeri ljósmyndarans fylgi með. Frestur til að skila inn myndum er til 15. ágúst 2006.

Frábærir vinningar fyrir 5 bestu myndirnar.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12,
betrabreidholt@reykjavik.is

Breiðholtið komið í sumarbúning

Margir settu á sig hanska um helgina og hreinsuðu beð og gróðursettu blóm. Því miður lék veðrið ekki beint við athafnarfólkið sem lét þó bleytuna ekkert á sig fá.  Það voru ekki bara íbúarnir sem tóku þátt heldur einnig skólarnir, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir.
Samhentir hverfisbúar geta áorkað miklu.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband