Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Söngleikur fyrir börn í Gerðubergi

Út í kött! Nýr dans- og söngleikur fyrir börn í Gerðubergi

utikott1

 

Sýningar Lýðveldisleikhússins á barnaleikritinu Út í kött! hefjast að nýju um helgina í Gerðubergi. Út í kött! er nýr dans og söngleikur fyrir börn á öllum aldri sem var frumsýndur síðastliðið vor. Verkið er ævintýraleikur og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu og ævintýraheima. Skólum, leikskólum og foreldrafélögum gefst kostur á að kaupa sýningar á sérstökum afsláttarkjörum og geta þeir sent fulltrúa sína á sýningarnar um helgina í Gerðubergi til að kynna sér verkið. Sýningarnar verða laugardaginn 26. september og sunnudaginn 27. september og hefjast kl. 14.

  

Leikritið fjallar um strákinn Erp sem neyðist til að taka á móti dóttur vinafólks foreldra sinna inn í herbergið sitt. Helga Soffía er hress og hraðlýgin og kann frá mörgu undarlegu að segja. Erpur á erfitt með að sætta sig við þennan gest sinn, enda snýr hún heimi hans, þar sem hetjur teiknimynda og tölvuleikja eru karlmenn, á hvolf. Með fjörugu ímyndunarafli sínu nær hún að sýna honum að tilveran þarf ekki að vera niðurnjörvuð í fyrirfram ákveðin hólf og kassa. Sögur Helgu Soffíu eru þrjú Grimms-ævintýri byggð á útgáfum Roalds Dahl og fléttast þau inn í leikverkið með tónlist, dansi og söng. Þar birtast Rauðhetta, Öskubuska, prins, úlfar og grísir en Rauðhetta er enginn ráðvilltur sakleysingi sem lætur éta sig mótþróalaust og Öskubuska áttar sig á að hamingjan felst ekki í því einu að vera fótnett og fríð.

 

utikott2

  

Tvö tólf ára börn fara með hlutverk Erps og Helgu Soffíu, þau Fannar Guðni Guðmundsson og Sóley Anna Benónýsdóttir, Ragnheiður Árnadóttir söngkona fer með hlutverk sögumanns, og leikararnir Finnbogi Þorkell Jónsson og Ólöf Hugrún Valdemarsdóttir fara með hlutverk geimskrímsla og ýmsra ævintýrapersóna t. d. Rauðhettu og úlfsins og Öskubusku og prinsins. Benóný Ægisson er höfundur handrits, semur tónlistina og þýðir kvæði Roald Dahl, Kolbrún Anna Björnsdóttir er leikstjóri Sigríður Ásta Árnadóttir gerir búningana en  Kristrún Eyjólfsdóttir leikmyndina .

  

Markmiðið með sýningunni er að skemmta og vekja börn og fullorðna til umhugsunar um birtingarmyndir staðalmynda í umhverfi barnanna. Mikilvægi skapandi og gagnrýninnar hugsunar er seint ofmetið og því brýnt að börnin fái tæki og tól í hendurnar til að takast á við flóðbylgju skilaboða úr umhverfinu. Sýningin er farandsýning og með henni fylgir kennsluefni sem gefur kennurum tækifæri til frekari úrvinnslu á grundvelli leiksýningarinnar. Sýningin gæti m.a. nýst í kennslu í íslensku, lífsleikni, leiklist og tónlist.

  

Miðapantanir eru á lydveldisleikhusid@gmail.com og í boði eru tveir miðar. Taka þarf fram fyrir hvaða stofnun eða félag viðkomandi er fulltrúi fyrir.

  

Nánari upplýsingar um sýninguna eru á vef Lýðveldisleikhússins www.this.is/great  

Handverkskaffi í Gerðubergi

gerdub_handav09

Fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði er handverkskaffi í Gerðubergi. Á þessum kvöldum er á kaffihúsi hússins boðið upp á stuttar og skemmtilegar kynningar á ýmiskonar handverki. Markmiðið með handverkskaffi er að bjóða upp á notalega kvöldstund þar sem gestir geta fengið sér kaffi og með því, hlýtt á ýmsan fróðleik, spjallað og unnið handavinnu. Umfjöllunarefnin á kynningum þessara kvölda eru fjölbreytt eins og dagskrá haustsins ber með sér. Fyrsta handverkskaffi haustsins er miðvikudagskvöldið 2. september. Yfirskrift kvöldsins er Flækjur og fínerí – prjónamenning á vefnum. Ragnheiður Eiríksdóttir mun leiða gesti um prjónamenningu á veraldarvefnum, en þar er að finna ótæmandi hugmynda- og upplýsingabrunn fyrir prjónara. Myndir, leiðbeiningar, prjónaspjall, sýnikennsla og uppskriftir eru meðal þess sem þar má finna. Ragnheiður, eða Ragga, er mikil prjónakona, og er annar tveggja höfunda bókarinnar Prjóniprjón og virkur vefnotandi. Kjörorð hennar eru: "Prjón, frelsi, hamingja"

Í október mun Darren Foreman kynna henna húðskreytilist. Henna er tímabundið húðflúr sem á sér aldalanga hefð í austrænni menningu og tengist sérstaklega brúðkaupum. Skreytilistin tengist upprunalega ýmiskonar hátíðarhöldum, sérstaklega brúðkaupum og skreytingu brúðarinnar. Kynningin er hluti af verkefninu Húmor og Amor á vegum menningarstofnanna Reykjavíkurborgar. Í nóvember sýnir Björn Finnsson pappírslistina Origami. Bréfbrot eða origami er ævaforn japönsk listgrein sem felst í að búa til skrautmuni með því einu að brjóta saman pappír. Í desember verður síðan jólastemmning yfir handverkskaffinu en þá mun Guðrún Sigríður Ágústsdóttir búa til nokkrar einfaldar gerðir jólakonfekts fyrir gesti. Sirrý leggur áherslu á skemmtilegar og einfaldar uppskriftir sem henta allri fjölskyldunni.

Handverkskaffið hóf göngu sína haustið 2008 og naut það mikilla vinsælda síðastliðinn vetur.

Handverkskvöldin hefjast kl. 20 og standa til kl. 22, aðgangur er ókeypis.

 

Sjá www.gerduberg.is


Breiðholtsdagar 19.- 25. október.

Undirbúningur er hafinnbreiholtsmyndir_218_20_22_bakkahverfi_m_innku_906907.jpg að Breiðholtsdögum en þeir verða haldnir vikuna 19. - 25. október nk.

Að vanda verður dagskrá fjölbreytt og mun einkennast mest af því að fólk er að kynna sínar hugmyndir og opnum og jákvæðum umræðum.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts mun hittast á sínum fyrsta haustfundi næstkomandi þriðjudag og leggja á ráðin með hvaða hætti Samtökin geti komið að Breiðholtsdögum.


Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband