Leita í fréttum mbl.is

Fjölmennur fundur um löggæslumál í Breiðholti haldinn í Seljakrikju

img_1903_ljosari.jpgUm 150 manns komu til fundar í Seljakirkju sem Íbúasamtökin Betra Breiðholt stóðu fyrir til þess að Breiðhyltingum gæfist kostur á að heyra milliliðalaust um þær breytingar sem orðið hafa á skipulagi löggæslumála í Breiðholti.

Frummælendur voru Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti, Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagði í ávarpi sínu að á tímum sem þessum á Íslandi gerði fólk kröfu um réttlæti og að lögregla og dómstólar sinntu hlutverki sínu.
 
Skipulagsbreytingar hjá lögreglunni í Breiðholti hafa leitt til þess að fimm lögreglumenn, þar á meðal tveir hverfislögreglumenn, hafa verið fluttir úr Mjóddinni yfir á Dalveg í Kópavogi. Þaðan er löggæslu fyrir Kópavog og Breiðholt sinnt.

Stefán Eiríksson áréttaði að markmið breytinganna væri að efla og bæta löggæsluna í Kópavogi. Hann benti einnig á að hverfislögreglumennirnir hefðu áfram aðstöðu í Þjónustumiðstöðinni í Mjódd þrátt fyrir að þeir fengju nú fleiri verk á sínar hendur.
 
Myndin er tekin í lok fundarins. Á henni eru lögreglumennirnir sem sinnt hafa Breiðholti hvað mest, lögreglustjóri, dómsmálaráðherra og fulltrúar úr stjórn ÍBB ásamt fundarstjóra, Ólafi Jóhanni Borgþórssyni, presti í Seljakirkju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband