Leita í fréttum mbl.is

Betrumbætum Breiðholtið

Birtur hefur verið listi yfir stofnframkvæmdir í Breiðholti 2008.

Meðal þess sem stendur til að betrumbæta og endurbæta eru ýmsar lóðir í Breiðholti. Fyrri áfangi framkvæmda við lóð Hólabrekkuskóla er kominn á dagskrá og hönnun lóðar Fellaskóla sem og undirbúningur fyrir endurbætur á lóð við Hólaborg.

Fleiri stærri verkefni er á döfinni í tengslum við skóla og íþróttamannvirki í Breiðholti. Viðbygging ofan á vesturálmu skólans og endurskipulag á núverandi byggingu er þar á meðal. Í Ölduselsskóla verður viðbygging tekin í notkun í febrúar og breytingar á eldri byggingu fara fram í sumar.

Áætlað er að hefja á árinu framkvæmdir á viðbyggingu við leikskólann Seljakot.
Einnig er unnið að framkvæmdum við nýtt félagshús Leiknis. Verklok eru áætluð um næstu áramót.

Gott mál.
Betrumbætum Breiðholtið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Íbúasamtökin Betra Breiðholt
Íbúasamtökin Betra Breiðholt

Síða þessi er ætluð til að vera samskiptagrundvöllur fyrir alla Breiðholtsbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Betra Breiðholts skipa:
Helgi Kristófersson, formaður
Kolbrún Baldursdóttir, varaformaður
Anna Sif Jónsdóttir, ritari
Falasteen Abu Libden, meðstjórnandi
Magnús Gunnarsson, gjaldkeri
Rut Káradóttir, meðstjórnandi
Þorkell Ragnarsson, meðstjórnandi

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband